Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 29
17
því, að mönnum sjáist yíir aðra minni og auk þess geta
maurarnir vcrið hjcr og þar á heilbrigðri húð, þar sem
smyrzlin ná ekki til þeirra. Það munu og flestir hafa
sjcð, sem fengizt hafa við kláðalækningar með iburði,
að kláðinn „flytur sig“ frá þeim stöðum, sem í er borið.
Böðin hafa þann aðal-kost fram yflr smyrzl og íburð,
að með þciui má taka allan kropp kindarinnar fyrir í
einu, svo að engir maurar sleppa iífs af og sje kláðinn
vægur, geta þau verið einhlít til að lækna hann; öðru
máli gegnir, ef stórar kláðaskorpur eru á kindinni, því
að bæði innihalda þau sjaldnast mikið af þeim efnum,
er leyst geta og eytt skorpunum og hins vegar er
verkun þeirra of skammæ til þess að stórir hrúðr-
ar geti blotnað upp, svo að hætt er við, að maurar þeir,
er lifa undir þessum skorpum, sleppi óskaddir úr bað-
inu. Hvortveggja — smyrzlin og böðin — koma því
að beztum notuin, ef þau eru notuð saman, þannig, að
smyrzlin sjcu viðhöfð fyrst, til að eyða og fjarlægja
hrúðrana, en böðin á eftir.
Áður en byrjað er á kláðalækningunni, verður að
rýja eða klippa kindina, helzt alla, en verði því ekki
við komið, þá alla þá staði, sem kláðugir eru. Gæta
skal þess, að fjeð ofkælist ekki meðan það er blautt úr
baðinu og verður því að hafa það í súglausum húsum,
ef kalt er í veðri. Eigi iná það vera úti í rigningu
eptir baðið, því að við það rýrast verkanir þess. Lamb-
fjc, sem langt er gengið með, verður að baða með mik-
illi varkárni. Bezt er að baða fje á vorin, þegar það
er gengið úr ullu og hljHt er orðið.
Af kláðaböðum cr til hinn mesti aragrúi, en þótt
í þeim öllum sje eitthvað af maurdrepandi lyfjnm, þá
eru gæði þeirra og gagn þó mjög inismunandi. Auðvit-
að er ljelegt bað betra en ekkert, en eigi maður kost
Búnaðarrit XI. 2