Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 200
188
Á nautum má finna æðaslögin rjett fyrir framan fremstu
rifbeinin oða innan á framfæti efst uppi, þar sem æðin
liggur yfir olbogaliðinn. — Á smærri dýrum má finna
þau innan á lærinu, hjer um bil við mitt lærbeinið. —
Á öllum húsdýrunum má og finna og heyra til hjartans,
ef maður leggur eyrað við vinstri hlið dýrsins neðar-
lega, rjett aptan við bóginn.
Efnabreyting skepnanna verður talsvert ákafari og
eru það einkum eggjahvítuefnin, sem eyðast, svo að
dýrið ljettist, leggur af. Sjest þetta meðal annars af
því, að andardrátturinn verður mjög tíður, þar sem
hitasjúk skepna þarfuast meira súrefnis, en heilbrigð.
Hitasjúk skepna andar frá sjer rúmlega helmingi meiru
af kolasýru, en heilbrigð skepna, og verða menn því
að gæta þess vandlega, að iðulega sje skipt um lopt í
húsi því, sem veikar skepnur eru í.
Hcilbrigður hestur andar að sjer 10—12 sinnum á
mínútunni, naut 12—15 sinnum, svín, fje og hundar
15—20 siunum. Sje injög heitt eða hafi skepnan hlaup-
ið eða unnið, verður andardrátturinn auðvitað talsvert
tíðari.
Af breytingum þeim, sem koma á blóð og blóðrás,
leiðir aptur, að ýms líífæri skepnunnar truflast. Lyst
og mclting sljóvgast; þarmahreyfingarnar __ minnka, svo
að hætt er við stýflu (t. d. lakastýflu eða „lakasótt“ hjá
nautum); þorstinn eykst, vegna þess að vökvaeyðslan
cða útgufunin frá líkamanum (oinkum lungunum) er á-
köf. Þvagið inniholdur meira og fleiri föst efni, svo að
það verður íþykkra og dekkra. — Enn fremur er skepn-
an dauf, lætur höfuð og eyru lafa; augun dauf, heit,
stundum rennandi í vatni. Tunga, munnur og snoppa
þurrari og heitari, en hjá heilbrigðum dýirum. Húðin
fastari og háralagið ótútlegra.