Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 28
16
ar og veiklaðar kindur fari úr honum, en vonandi er,
að mönnum skiljist af því, sem hjer hefur sagt verið,
að hann sje enginu búbætir og að það borgi sig fylli-
lega að eyða nokkrum krónum til þess að lækna
hann.
MeðferB og lœkning. Lækning kláðans er fóigin í
því, að maurarnir sjeu drepnir, enda batna þá sár og
sprungur bráðlega. En auðvitað þýðir það lítið, að
drepa þá maura, er í eitt og sama skipti eru á kind-
inni, ef ekki er sjeð um, að aðrir skríði ekki á hana
annaðhvort af öðrum kindum eða hlutum, sem maur
lifir í eða á, og sama máli gegnir, ef ckkert tillit er
tekið til mauraeggjanna. Eins og áður er nefnt, þola
þau hin vanalegu baðlyf miklu betur en maurarnir,
enda inunu ficst eggin sleppa iífs af úr kláðabaði, sem
drepið hefur alla maurana. Eptir vikutíma frá baðinu
(sbr. þann tíma, sem eggin eru að ungast út) er kláða-
kindin þá aptur orðin krök og því litlu betur sett en
áður, ef látið er við svo búið standa; en það er bót í
máli, að nú eru engin mauraegg á kindinni, aðeins ung-
ir maurar og sje hún því böðuð aptur rækilega, má
takast að drepa alla maurana og lækna kindina að fullu.
Það er því ávallt nauðsynlegt. að endurtaka lækning-
una eptir vikutíma, ef duga skal, og enn aptur eptir
viku, ef einhverjir maurar hafa sloppið lífs af í fyrsta
skiptið eða aðrir skriðið á kindina rjett eptir baðið.
Lyf þau, scm höfð eru til að drepa maurana eða
lækna kláða, eru ýmist notuð sem smyrzl eða böð. Þótt
smyrzlin geti verið góð og hentug, einkum þegar öðru
verður ekki við komið, þá liggur samt í augum uppi,
að þau geta sjaldnast verið einhlít, því að ekki er gjör-
legt að sinyrja þeim yíir alla húð kindarinnar. Þótt
allir verstu kláðablettirnir sjeu smurðir, fer varla hjá