Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 85
73
gjört væri búið að afplána uppeldiskostnað sinn, þá
verður þessi seinasti flokkur éflaust fámennastur. Það
er því ekkert ósennilegt, að gera J/3 af vesturförum á
því reki, er ekkert var búið að endurgjalda af uppeld-
iskostnaðinum með vinnu sinni, og að meta hvern einn
af þeim (3100) á 1200 kr. Þá gerir það höfuðstól, er
nemur hátt á fjórðu milljón króna (3,720,000 kr.). Og
þegar fargjald, ásamt öðrum ferðakostnaði, er talið 150
kr. fyrir hvern mann — sem ekki mun ofhátt, þó far-
gjaldið lækkaði seinni árin og minna sje fyrir börn, —
þá verður sú upphæð 1,395,000 kr., sem líklega mest
heflr lent hjá Englendingum við þessar Ameríkufarir
íslendinga. — Þeim gaf sem þurfti!
Þetta fje — fargjaldið — hefir ísland vitanlega
misst við útflutningana, og svo þar að auki það, sem
vesturfarar hafa haft afgangs fargjaldi og ferðakostnaði,
er ætla iná, að ekki hafi verið minna, því niargir vest-
urfarar hafa verið vel efnaðir, þó allur fjöldinn hafi að
líkindum haft lítið handa á milli að aflokinni ferðinni.
En með því að allur hópurinn, með örfáum undantekn-
ingum, hefir vorið alþýðufólk, sem þurfti að hafa handa-
vinnu fyrir aðal-lífsstarf sitt, þá er skaðinn aðallega
fólginn í því, að sá höfuðstóll er horfinn frá því að á-
vaxtast hjer á landi — o: vinnan horfin frá því að
auka framleiðsluna og ljetta undir baggann með lands-
mönnum. —
Það er nú samt sannarlegt gleðiefni fyrir alla ís-
lcndinga, austan hafs sein vestan, að flokknum í Ame-
ríku er víst farið að líða bærilega vel yfirleitt, þó mis-
jafnar hafi sögurnar verið af honum að undanförnu. En
þó að þeir kæmu þar inn í fjörugt viðskipta- og sam-
göngulíf (alvcg þvert á móti aðkomu landnámsmanna
hjer á landi í fornöld), þá hafa þeir þó eflaust þurft að