Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 204
192
aptur á bak, en þörf er á til þess að renni ekki út úr
henni aptur.
2. Að toga ekki í tunguna.
3. Að hella ekki svo ört, að skepnan fái ekki tíma til
að anda, og
4. Að hella aldrei í nasir skepnunnar, því að þá cr
hættast við að vökvinn lendi niður í lungum, enda er
henni ekkí eðlilegt að kingja öðru en því, sem inn um
munninn kemur. Pað mun frömur heppni, en dyggð
manna að þakka, að ekki hlýtur optar slys af nasa-iun-
gjöfum, en raun er á orðin.
Bezt er í flestum tilfeilum að gefa lyf inn á fast-
andi maga, einkum þau, cr verka skulu fljótt og vcl
(t. d. ormalyf, kælandi og niðurhroinsandi lyf), enda er
það auðsætt, að þau geta ekki verkað cins, cr þau
blandast saman við mikið fóður. Þó eru ýmsar undan-
tekningar frá þessu og verður þeirra getið á sínum
stað og tíma. — Sje lyfið beiskt eða bragðillt, er rjett
að hella í skepnuna dálitlu af hreinu vatni á eptir, til
þess að skola munninn.
Handa hestum er rjettast að búa lyfið til som þykk-
au graut eða doig og gefa síðan inn með þar til gerðri
inngjafa-sprautu1, sem steypt er úr járni. Er hcnni
stungið upp í hestinn svo langt, að innihaldið lendi upp
fyrir tunguna, þegar ýtt er úr henni; á hesturinn þá
bágt með að spýta út úr sjer aptur. Verður þetta að
gjörast með mikilli gætni, því að ef óvarlega er að
farið, er hætt við, að gómurinn skaddist. Sje engin
inngjafa-sprauta til, má smyrja „lyfjadeiginu“ í smábit-
um ofarlega á tunguna með dálitlum trjespaða og fá
hestinn svo til að kingja. Lyfjagrauturinn og lyfja-
J) VtTkfœri þetta kostar í Kaapmannaliöfn 1 kr. 50 auva.