Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 17
5
tólum, enda þurfa þeir á þeim að halda á ferð sinni
niðri í húðinni; aptur á móti eru lappirnar stuttar og'
kvennmaurinn hefur sogskálar að eins á framfótunum,
en karlmaurinn einnig á aptari apturfótunum. Bins og
áður er getið, veldur þessi tegund höfuðkláða á sauð-
fje, en mjög er það sjaldgæft; er þar á móti almennur
á mönnum, hestum, hundum og köttum.
2. Sogmaurinn (dermatocoptes) hefst við á yíirborði
húðarinnar og lifir af blóði og blóðvatni, sem hann sýg-
ur með munntólum sínum; cru þau, sem og allur haus-
inn, bæði löng og hvöss og því vel iöguð til að stinga
með. Sogmaurinn er stærstur allra mauranna (’/2—4/5
mm.) og má sjá hann með berum augum, einkum éf
hann er látinn skríða á dökkum grundvelii. Hann hef-
ur langa fætur, og hjá karlmaurnum eru sogskálar á
þoim öllum, en hjá kvennmaurnum vantar þær á fremri
apturfæturna. Maurategund þessi á því mjög hægt með
að skríða, en sogskálarnar koma þeini ogað gagni, er þeir
stinga, því að þeir verða að sjúga sig fyrst fasta, ef
þeir eiga að geta stungið að ráði. Sogmaurinn gctur
valdið kláða á hestum og nautum, en er almennastur
á fje.
3. Nagmaurinn (dcrmatophagus) hefst einnig við á
yíirborði húðarinnar, einkum á fótunum og lifir mest-
megnis af íiösuuni, er losnar frá húðinni. Hann er
nokkuð minni (8/10—1/<_, mm.), en sogmaurinn, en sjest
þó einnig með berum augum. Hausinn er ineiri á breidd
en lengd, með stcrkum bittólum. Fæturnir langir með
sogskálum, líkt og hjá sogmaurnum. Veldur fótakláða
á hestum, nautum og sauðfje, en lifir einnig á eyrum
hunda og katta.
Kláðamaurar þeir, er lifa á einni dýrategund og
valda þar kláða, virðast kunna mjög illa við sig, ef