Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 175
163
Norvegi, og það má telja víst,, að ekki haíi verið fiutt
ne7iia úrval. íslendingar i fornöld voru mestu hesta-
menn og fiuttu hesta af landinu og gáfu þá konungum
og höfðingjum.
Að líkindum hafa fiest hross verið hjer á iandi um
miðja þessa öld, því að árið 1853 voru hjer hross á
öllum aldri 40,485; árið 1859 voru þau 39,827 og
10 árum seinna eða 1869 — — 31,000 —
10 — — — 1879 — — 36,558 —
10 — — — 1889 - — 28,524 —
árið 1894 — — 34,528.
Eptir skýrslum að dæma hefur hrossafjöldinn verið lík-
ur á þessari og næstliðinni öld; þannig voru hjer árið
1703 26,909 hross, árið 1770 32,289 hross og 1783
35,939, en árið eptir, eða 1784, að eins 8,683 hross.—
Þá voru „móðuharðindin11 eptir Skaptáreldinn.
Á fyrri öldum hafa einstakir menn hjer á landi
átt fjölda hrossa, því jöfnuður á þvi, sem mörgu öðru,
hefur ekki vorið sem nú. Þessir menn misstu hrossin
unnvörpum í hörðum árum.
Eiríkur bóndi 1 Djúpadal í Skagafjarðarsýslu átti
200 hross árið 1754, en missti þau liest, eða 150, árið
eptir. Árið 1783 átti bóndi einn í Eangárvallasýslu
150hross, en missti þau fiest sama ár í harðindunum miklu.
Verd íslenzlcu hestanna hefur verið mjög misjafnt
og hefur farið að miklu leyti eptir hrossafjölda. Fyrir
1784 fengust ungir áburðarhestar fyrir 2 rdl, eptir því,
sem Olafur stiptamtmaður Stefánsson segir, en 4 árum
seinna voru þeir komnir upp í 12 rdl. (24 kr.). Eptir
gömlu lagi landauranna hafa hross verið mctin þannig:
Hestur gallalaus 4—10 vetra gamall á 6 vættir
Hryssa á sama aldri................90 álnir
Hestur 3 vetra gamall...............90 —
Hryssa á sama aldri................80 —
11*