Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 66
64
svo lítið um sig, að nægilegt sje að fá birtu inn í neðri
hluta þess frá báðum endum, svo skúrar geti verið með
báðum hliðum að endilöngu, sem ekki einungis gætu
verið geymsluhús, er þurfa á öllum bæjum, heldur mætti
einnig gera þar sjerstök herbergi, svo sem litla gesta-
stofu, svefnhús m. m. — Með þessu fyrirkomulagi mætti
byggja býsna rúmgóðan bæ, ef aðalbyggingin væri 6—7
al. breið og „portbyggð“, svo liún gæti verið tvöföld i
roðinu að hæðinni til. Líka væri auðgert, að fá þrjú
herbergi að lengdinni til með því, að láta skúrinn við
aðra hliðina vera í tvennu iagi og glugga þar á milli,
til að fá birtu inn í miðherbergið. Þess konar bygg-
ing gæti vel verið há, því skúrarnir við báðar hliðar
gerðu stöðvun í hvassviðrum. En til frekari trygging-
ar í því efni, sjor í lagi þar sem veðrasamt er, mætti
hafa járnás úr l" járni galvanisoruðu úr öllum hornum
húsgrindarinnar, er gengi niður að gólíi í kjallarauum
bak við hleðsluna, en hefði vínkilbeygðan neðri endann,
er gengi inn undir grjóthleðsluna að neðan. Þyrfti
þétta ekki að vera nema svo sem 10 kr. aukakostnað-
ur. — Þetta yrðu líka hin tryggustu húsalcynni í
landskjálftum, því skúrarnir við báðar hliðar væru til
styrktar og stöðvunar. Og þó kjallaraveggirnir kynnu
að hrynja eða grunnurinn undir aðalhúsinu að raskast,
þá eru líkindi til, að það hjengi samt uppi á skúrunum.
Þar sem menn nú ekki óttast jarðskjálfta, og að
þvi leyti er menn vildu láta steinbyggingar koma í stað
torfbæja, þá er álit mitt, að steinsteypa ætti að ryðja
sjor til rúms, neina máske þar, sem grjót væri fáanlegt
auðunnið til að hlaða stöðugt og holulaust úr þvi, án
þoss að þurfa mikið af steinlími. Steinsteypan er orðin
talsvert þekkt hjor á landi og er vonuui framar ódýr,
þar sem ekki er því örðugra að fá sand og grjót. —