Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 84
72
síðan fólksflutningarnir hófust þangað, jafnvel þó fólks-
tal á landinu sje aptur orðið hjer um bil það sama nú
og þá var (liðug 72 þús.). — Það þarf nú alls ekki að
líta á þessa flutninga vestur um haf með neinum óhug,
því flokkurinn vestan hafs getur margt gott látið af sjer
leiða heim til gamla landsins, og er ináske búinn að
gera nokkuö í því efni. Tfln eigi að síður er gaman að
virða fyrir sjer hagfræðislegu hliðinu á vesturflutning-
unum. Jeg skal nú samt ekki fara mikið út í þá sálma,
það er mjer ofvaxið, aðeins minnast á eina grein þess
með fáum orðurn.
Indriði revisor Einarsson gjörir að sönnu fremur
lítið úr fólksiiutningunum hjeðan af landi frá fjárhags-
hliðinni (Stj.tíð. 1884 C, bls. 10); en það er þó ómótmæl-
anlegt, að uppeldi manns kostar fje og er allt það
minnsta að ætla 80 kr. á ári til fæðis, klæða, kennslu
og allra nauðþurfta fram að 12 ára aldrinum hjá al-
þýðufólki. En úr því fer krakkinn að koma dálítið til vika
og Ijetta undir með þeim fullorðnu, óg má því gera, að
hann frá þeim aldri vinni að nokkru leyti fyrir sjer
fram að 16 ára aldrinum, svo hæíilegt sjc að meta hvern
alþýðumann að jafnaði — karl og konu — á þeim aldri
1200 kr. f>ó er nú þetta mikið of lágt, cf um nokk-
urn menntunarkostnað er að ræða á þessu aldursskeiði.
— Eptir athugasemdum hins nefnda skýrsluhöfundar við
síðustu manntalsskýrslu (Stj.tið. 1893 C, bls. 49) hafa
flutt sig til Ameríku hjoðan af landi á árunum 1870—
1891 nálægt 9300 menn. Skipti inaður nú þessu í 3
flokka og iáli einn þoirra vera börn og unglinga, er
hcfðu að moðaltali fengið hálfan uppeldiskostnað sinn
hjer á landi, annan ílokkinn uppkomið, en ungt fólk,
er að einhverju leyti hefði verið búið að vinna fyrir
uppeldi sínu, og svo þriðja flokkinu roskið fólk, er al-