Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 153
141
sje hestinum gjarnt til að lulla. Er þá cf til vill betra
að velja staksteinóttan veg, til að fá hann heldur til
að fara á brokk af töltsporinu.
IJ r o k k.
Þegar hesturinn brokkar, styðst hann við fæturna
á víxl, hægri framfót og vinstri apturfót, og svo aptur
við vinstri framfót og hægri apturfót. Á því augna-
bliki, þegar fæturnir skipta um, eru þeir allir lausir
frá jörðinni. Munurinn á brokki og seinagangi er að
einu loyti í því fólginn, að á brokki eru fæturnir á
víxl alveg jafnsnemma á hreyfingu. Heyrast því ekki
nema tveir hófaskellir, þegar hesturinn brokkar í stað-
inn fyrir fjóra, þegar hann fer fót fyrir fót. Restur-
inn færir sig því hjer um bil jafnlangt í tveimur fóta-
tökum brokksins, sem í fjórum á seinagangi. Brokkið
er í mörgu faili einkennilegt. Af þvi hesturinn tekur
apturfótinn langt fram, beygist hann mikið um konungs-
nef og verður því fótatakið eins og fjaðurmagnað, þeg-
ar hann setur fótinn niður og spyrnir sjer áfram. Við
þetta fjaðurmagnaða fótatak lyptist allur líkaminn frá
jörðunni. Hafi það t. d. verið hægri apturfótur, sem
lypti hestinum, eru á sama tima hægri framfótur og
vinstri apturfótur á framfærslu, til að taka á móti
þunga líkamans, þegar hann kemur niður, og svo til
að lypta honum og spyrna áfram á ný; taka þá auð-
vitað hinir fæturnir við. Af því þungi líkamans kemur
á apturfótinn mikið boginn, eykur það mikið íjaður-
magn hans. Þessvegna er gangurinn livorki eins mjúk-
ur eða drjúgur á fyrstu sporunum, eins og þegar hest-
urinn er kominn á harða ferð. Þegar hesturinn brokk-
ar í meðallegi hart, setur hann vanalega apturfótinn í
framfótarsporið. Apturámóti þegar hann hefur hraðan