Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 116
104
Byjólfur Guðmuíidsson, bóndi á Gcitafolli, 600 ferh.faðma.
Jón Guðmundsson, bóndi í Hlíð, 500 ferh.f.
2. í Skagafjarðarsýslu:
Olafur Sigurðsson, umboðsmaður í Ási, 800 ferh.f.
Jóhann P.Pjeturss., hreppstjóri á Brúnastöðum, 400 ferh.f.
Stefán Ásmundsson, bóndi á Beingarði, 216 ferh.f.
3. í Eyjafjarðarsýslu:
Jóhann Jónsson, hreppstjóri í Höfn, 400 ferh.f.
Sigurður Sigurðsson, bóndi á Krossastöðum, 200 fcrh.f.
Sjera Arnljótur Ólafsson á Bægisá 200 ferh.f.
4. í Suður-Múlasýslu er að eins teljandi:
Björn Þorleifsson, bóndi á Stuðlum, 225 ferh.f.
1 Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu er eptir
skýrslunum eigi sljettuð ein þúfa.
II.
Það er fróðlegt, að bera saman búnaðarskýrslur frá
fyrri og síðari tiina. Ef búnaðarskýrslurnar væru vcl
áreiðanlegar, þá væri hægt að byggja á þeim dóma um
búskap manna, sjá, hvar bændum er hætta búin afein-
hverri búnaðaraðferð, sjá, hvcrnig efnahag manna er
varið, sjá afieiðingar af hörðum árum, og jafnframt sjá,
hvcrsu niikið má til vinna, til að búa sig undir hörðu
árin o. s. frv.
Þó að búnaðarskýrslurnar sjeu eigi áreiðanlegar,
þá geta þær j)ó ofurlítið sýnt, í hverja átt búnaðurinn
stefnir.
Hjer oru teknar til samanburðar búnaðarskýrslurnar
1856, 1876 og 1896. Þessi ár hafa í heild sinni verið
góð ár, og sömuleiðis árin næst á undan, og ættu skýrsl-
urnar því að sýna breytingar, sem orðið hafa á bú-
skaparlaginu.
Skýrslurnar eru svo sem nú skal greina: