Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 55
43
hafa svefntímann lengri en 5—6 klt., eður að ekki
gengi meira úr hverjum sólarliring frá vinnubrögðunum
en 7—8 klt. Aptur á móti gera þeir nútímamenn, sem
hafa vinnutímann við heyaunir að eins 12 klt., óþarf-
lega mikinn mun á því. Að hafa svefntímann 7—8
tíma í sólarhring er nægilegt fyrir hvern og einn og
með því að hafa 2 tíma til að matast og hvíla sig um
miðjan daginn getur vinnutíminn á túni, þegar ekkert
þarf að ganga til eða frá verkinu, verið 14 klt. án þess
nokkrum fullorðnum manni sje ofboðið með því. Þetta
ætti heizt að vera fastákveðið alstaðar. og vinnutínii á
útengi að miðast við það sama með frádrætti að því
leyti sem langt eða skammt væri á það. Heyvinnan er
tiltölulega ljett, þokkaleg og skemmtileg, og eru því
allir fullvel haldnir, að lOtímar sjeu til svefns ogmál-
tíða á sólarhringnum, en við stritvinnu haust og vor,
svo sem jarðabótastörf, mótekju og þess konar ættu menn
að láta sjer nægja 10—11 tíma vinnu. — Þó búnaðar-
skólarnir hafi ináske ákveðið 12 tíma vinnu við hey-
annir, þá ættu bændur alls ekki að fara eptir því. Og
þö menn segi, að þeim mun betur sje haldið sig að vinn-
unni þess styttri sem tírninn sje, þá geri jeg ekki mikið
úr því. Það liggur ekki í eðli margra, að hamast. svo
við vinnuna, að eptirtekjan verði jöfn eptir miklum mun
styttri tíma, ef menn á annað borð hafa fullkomið vinnu-
þol, og ætíð mun verða dálítill úrgangur úr þeim tima,
sem verið er að verkinu, svo ekki veitir af að gera
fyrir því. — Að vetrinum er fullilagt að reikna vinnu-
tíma karlmanna að jafnaðartali við bústörf 6 klt. og
yrði því meðaltal sumar og vetur 8—10 klt. á dag. —
Þegar nú hjúahaldið er orðið miklum mun erfiðara og
kostnaðarsamara fyrir bændur, þá er illa farið að cptir-
tokjan eptir hjúin verði rninni. —