Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 126
114
voru tekin úr húsinu og sott í afkróning í öflru húsi
innanvcrðu, en fyrir framan þau voru sauðir á annan
vetur. Lambhúsið var svo hreinsað eptir því sem föng
voru á, og svo settir þangað tvævetrir sauðir og eldri.
Ekki leið á löngu áður en nokkrir þeirra sýktust á
sama hátt og einn sauður 3 vetra drapst. í húsinu,
sem lömbin voru sett í, veikluðust flestir sauðirnir, sem
fyrir framan þau voru, og 2 drápust.
Um vorið reif jeg lambhúskofann niður til grunna
og byggði þar aptur stórt og loptgott hús. Tóptina
Ijet jeg standa opna yfir sumarið. Síðan hofur engin
sltepna veikzt þar.
Veturinn eptir har ekki á neinni óhreysti í fje
mínu og ekkert varð vart við sýki þessa. í vetur sem
leið var heilbrigði fjárins góð framan af vetrinum, þótt
það yrði fyrir hrakningum nokkrum í hríðinni miklu í
byrjun októbermán. og nokkuð af heyjunum væri miður
verkuð eu skyldi, sökum óþurkanna í september og síð-
ari hluta ágústmánaðar. Lömbuuum fór vel fram og
var ekki annað að sjá, en þeim liði vel að öllu leyti.
En með Þorrabyrjun (22. janúar) tók fjármaður minn,
Þorstcinn Jónsson, eptir því, þogar hann kom í húsin
um morguninn, að eitt lambið stundi. Þóttist hann
þegar sannfærður um, að það væri þegar sjúkt orðið af
samskonar veiki og þeirri, sem lömbin sýktust af í
hitt ið fyrra. Eeyndist það og rjett að vera, því næstu
daga sýktist hvert lambið á fætur öðru og drápust sum
þegar, eins og eptirfarandi skýrsla ber mcð sjer.
í liúsinu voru alls 44 kindur, 6 hrútar fullorðnir
og 38 lömb, hrútar og vænir geldingar og að eins ein
gimbur, sem færð hafði verið úr öðru húsi skömmu áður
en sýkin kom upp og hafði hún því haft annað fóður
og húsavist allt að þeim tíma. Húsið, sem sýkin kom