Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 106
94
í góðsemi þá fáu afsökunar- og athugunarpósta, þessu
viðkomandi, sem vjer vitum, að á grundvelli eru byggð-
ir og sannaðir verða :
1. Meðan sú konunglega höndlun var við land
þetta, höfðu menn vissar og alkunnugar forskriptir um,
hversu því skyldi varið í öllu tilliti, sem heita skyldi
gjaldgeng kaupmannsvara, hvort heldur var fisk-
ur, ull eða ullarvara; þá voru líka útlenzkar vörur,
klæði Ijerept, járn, steinkol, timbur og fleira stórum
mun betri cn nú, og yfirvöldunum á hendur falið að
besigta og niður setja skemmdar vörur, og sama varúð
við höfð við þessar inufærandi sem hinar útfærandi
sortir. Strax með innkomu hinnar svo nefndu fríhöndl-
unar: — hver þó í tilliti landsbúa hjer má játast vel svo
bundin sem fyrr — var þessari allrar kauphöndlunar
gyllinni reglu að öllu sleppt; kaupmönnum leyft að
fiytja í landið allra lianda óþarfa og dýrindis íiingur,
sem áður ei þekktist hjer, miklu meir að vöxtum en
nauðsynjavörum, á hverjum nær því hvert ár er skort-
ur einhvei sstaðar, jafnvel víða í senn. Þar á móti
vegna fjölda kaupmanna vóx sem náttúrlcgt var kapp
þeirra, að hver vill fá sem mestar vörur, hættu þeir
þá að sortera, og tók.u allt hvað fengu, illt og gott -
vel að skilja — fyrir einn og sama prís. Hvað var þá
náttúrlegra, helst þegar þeirra innfærðu vörur nú ekki
lengur hjeldu sínum íýrri gæðum, en ekki einungis ó-
ráðvandir — hvar af nógir í hverju landi — svíkja
vörur sínar á allra handa hátt, heldur og þeir ráðvöndu
hneigðust til hins sama, þegar þeir sáu sjer til einskis
góðs að gera, og fengu ekki meir fyrir sínar ósviknu
og eptir fyrri forskriptum vönduðu vörnr, en hinir fyr-
ir sinn svikua og að öllu illa verkaða samhræring. —
Sjálfir vita kaupmennirnir að þetta er satt, og undir