Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 75
63
sem talin er með betri, eða jafnvel beztu, kornyrkju-
löndum Norðurálfunnar.
Flatarmálið „Fn Tönde Laud“ er 14000 □ al. og
er að fornu nefnt þaunig af því talið var, að i þann
blett þyrfti að jafnaðartali 1 tunnu til útsæðis af korn-
tegundunuin (sjá Elberling’s Conv. Lexic. bls. 643). En
mjög skilríkur maður, sem mörg ár kefir verið bóndi i
Danmörku, en er nú búsettur hjer á landi, hefir sagt
mjer, að nú sje meðaltalið reiknað 6 skeppur, og gott
sje talið þegar tólfföld uppskera fáist. En þegar akur-
inn sje „behandlet i Brak“ þ. e. látinn hvíla sig eitt
ár, tvíplægður og vel undirbúinn með áburði („Yintor-
sæd“), þá geti uppskeran orðið tvítugföld, en það þyki
líka ágætt. - Nú er þessi flatarmálseining Dana („Tönde
Land“) 2200 □ álnum minni, en 2 dagsláttur hjá oss
(8100 X 2 = 16200), eða sem svarar '/, hluta, og geri
maður sextánfalda uppskeru — sem á að vera það bezta,
þegar árlega er sáð í akurinn — þá ætti að fást af
þeim bletti á kornökrum Dana, er samsvarar 2 dagslátt-
um að stærð, hjer um bil 14 tunna uppskera. Geri
rnaður nú meðalverð fyrir tunnuna af korntegundunuin
11 kr. — sem mun vera fullhátt verð „frá fyrstu hendi“,
eða það, sem bændur fá hjá kaupmönnum, án þess að
miða eingöngu við það lága verð á kornmat nú — þá
verður afraksturínn af blettinum 154 kr. Eu með því
vinnulaun munu lægri í Danmörku en í Ameríku og
Danir munu að öðru leyti vel settir mcð kornyrkju sína, þá
skal gera kostnaðinn minni, eða að eins 24 kr. Verða
þá „uetto“-tekjur af' blettinum hjá Dönum 130 kr.
í dæmunura hjer að framan af landbúnaðinum hjá
oss er sýnt, hvc háa vexti hann gefur, þogar hann er
í góðu lagi, en það má taka þetta dæmi einnig frá ann-
ari hlið, og það á tvennan hátt. Dar sem tún er í sem