Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 22
10
til sín og svo læknast þau því nær strax, sje kindin
böðuð einu sinni rækilega.
Sóttdvali kláðans, þ. e. a. s. tími sá, sem líður milli
þess, að maur kemur á kindina og sýkin er orðin ber-
sýnileg, getur verið mjög mismunandi og fer það mjög
eptir því, hversu margir maurar hafa skriðið á hana í
fyrstu. Almennt er hann talinn 4—6 vikur, en þó get-
ur hann opt veriö styttri, jafnvel 14 daga. Allt það,
sem annars vegar eflir og bætir lífsskilyrði mauranna,
en hins vegar veikir kindina, hjálpar til að stytta þenna
tíma. Má hjer til nefna illa hirðingu, því að bæði er
það, að maurarnir una sjer vel í raka og saur og svo
er þetta tvennt fjenaðinum hin mesta raun. Kindur
með mikilli ílösu eða væringu eru einnig verr settar.
Þá brýzt og kláðinn miklu íijótar og verr út á mögru
og veikluðu fje enda er því miklu hættara við kláða
eins og öllum öðrum næmum sjúkdómum, þar sem mót-
stöðuaíi þeirra er mjög iítið. Rök hitasvækja hefur,
eins og áður er sagt, mjög fjörgandi áhrif á maurana,
því að þá auka þeir meira kyn sitt og svo skríða þeir
fjörugar um kropp kindarinnar og af einni kind á aðra.
Kláðaíje verður því fijótt yfirfallið í þröngum og heit-
um húsum; líka þýðingu hefur og mikil ull.
Sýlángin verður optast á þann hátt, að maurinn
skríður af einni kind á aðra. Hættulegar mjög eru ný-
rúnar kláðakindur, er þær koma í ullað fje, því að kláða-
maurinn sækir ætíð þangað, sem bezt fer um hann.
Þegar heitt og þröngt er á fjenu, breiðist kláðinn miklu
fljótar út, en þegar rúmgott er og svalt. Annars getur
kláðamaurinn borizt frá einni kind til annarar með
sjerhverju dýri eða dauðum hlut, sem hann getur loðað
við og lifað á stutta stund, svo sem hundurn, fötum,
ull og fleiru. Jeg skal gcta þess, að jeg hef eigiheyrt