Búnaðarrit - 01.01.1897, Blaðsíða 136
124
stærri, bæði gildari og lengri þeir, er í eggjunum lágu,
en yrmlingarnir lausu. Annars væri mjög auðvelt að
athuga þessa fósturmyndun með góðri smásjá.
Lífseigju eggjanna reyndi jeg á ýmsan hátt. Þó
lungun hefðu legið frosin einn sólarhring, þá voru yrml-
ingarnir engu að síður vel fjörugir innan í eggjunum.
Sömuleiðis þurkaði jeg eggin á glerplötu og geymdi
þau í 1—2 sólarhringa. Þau skrnppu auðvitað saman
við þurkinn, en tóku sig nálega strax aptur, þegar þau
voru látin í volgt vatn. 1 vatni geyrndi jeg þau allt
að 9 dögum og virtust þau ekki taka mikilli breytingu
á þeim tíma að minnsta kosti ekki þau unguðu, kjarn-
inn í hinum hafði lítið eitt dregist saman; en lífsmark
sást ekkert með yrmlingunum.
Nr. 18. Hrútur á annan vetur, sem skorinn var
mjög sjúkur 11. febr. 2 dögum eptir hann sýktist. Slím
var lítið í barka og lnngum og allt froðukennt, aðeins
einn allstór slímkökkur neðst í barkanum, sem var
soigara og þjettara í sjer líkt og i lungum þeim, sem
jeg áður hafði skoðað. Þar á móti var rnikið af blóð-
lifrum; fylltu þær alveg barkagreinarnar' og greindust
út í smálungnapípurnar. Onnar voru engir í barka-
kýlinu, barkanum nje barkagreinnnuin, en aptur mikið
af þeim í endapípum barkagreinanna. Þar fann jeg
um 20, bæði kvenuorma 3 þml. langa og þar yíir, og
karlorma, hjerumbil jafnmargt af hvorumtveggju. Kvenn-
ormarnir voru íjörminni en karlormarnir og hreyfðu
sig lítið.
Hvortveggju lifðu heilan dag á rakri glerplötu, en
út úr öllum kvennormuuuiu lykkjuðust egglegin, þegar
frá leið, úttroðin af eggjum með vel lifandi iðandi yrml-
ingum. Af lausum yrmlingum var mjög lítið. Þó fann
‘). Svo kalla jeg plpr.atofniim aptan i lungunum.