Búnaðarrit - 01.01.1899, Side 91
87
sláttur. Land þetta, sem vjer höfum átt kost á að sjá,
er nú mestmegnis plantað trjám. Svo er að sjá,
sem það hafi vorið hrjóstugt og gæðalítið, milrill hluti
þess grýttir lyngmóar, eða fjallshlíðar með grunnum
jarðvegi. Nokkur hluti þess liggur fyrir opnu hafi, og
hefur þannig ekkert skjól fyrir hafstormunum. Þar sem
fyrst hefur verið plantað, er nú kominn fagur skógur
með 10—15 álna háum trjám.
Það er mjög áhrifaraikið og skemmtilcgt að skoða
þessar gróðursetningar. Maður getur fylgt vexti trjáuna
frá því að þau hafa verið plöntuð 2—3 ára gömul og
til hinna eldri trjáa, sem nú eru orðin 30 ára gömul og
fyrst vóru gróðursett. Mest hefur verið plantað hjer af
fjallafuru, norskri furu, hvítgreni, norsku greni og læ-
virkjatrjo.
Á hverjum 250 □ föðmum hafa verið gróðursettar
5—600 plöntur og millibilið á milli þeirra hefur verið
tæpar 2 álnir.
Á fleiri stöðum hefur ríkið látið vinna að gróður-
setningum, sem vjer slcppum að nefna hjer.
Þegar reynslan hafði sýnt með trjáreitnum á
Sandnesi, að hægt var að rækta skóg í Noregi, mynd-
uðust þar skógræktarfjelög á ýmsum stöðum. Fjelög
þessi hafa öll það markmið, að efla skógarræktina. Þau
hafa safnað sjer fje, nokkuð á mismunandi hátt, eptir
atvikum, en öll hafa þau verið styrkt af ríkisfje. Vjer
skulum að eins nefna nokkur af þessum fjolögum.
Trjárcehtarfjelagið á Jaðrinum* er stofnað 1873.
Það er hlutafjelag. Stofnfje þcss var 15.000 kr., cn
livcr hlutur í fjclaginu kostaði 40 kr. Það hcfur feng-
ið 5000 kr. styrk af ríkisfje. Tilgangur fjelagsins er
*) Lensmand M. A. Qrude. Om skoykultur bls. 84.