Hlín - 01.01.1953, Side 21
Hlin
19
sjer í göfugu fórnarstarfi. Alt dagfar hennar bar vitni urn
góða og göfuga sál.
Guðný var prýðilega greind — skrifaði bæði rjett og
vel, og enginn hefur skrifað með fegurri rithönd á 'lífs-
bókina mína en hún. — Guðnýju var mjög ljett um að
skrifa góð brjef. Síðasta brjefið sem hún skrifaði mjer,
skrifaði hún fáum vikum fyrir andlát sitt. Það bar hennar
góðu sál fagurt vitni, eins og raunar verk hennar öll.
Þegar Guðný mín kom hingað, var jeg mikill aumingi
til heilsunnar, og var það lengi eftir það. Svo jeg hafði
sanna jjörf fyrir mildar liendur til að græða kyrtlaveikis-
sárin mín. Til hennar var altaf jafn gott að flýja, hvað
sem amaði að, og þótt hún væri önnum kafin. Hún hafði
altaf tíma handa litlu stúlkunni sinni. — Auðvitað agaði
Guðný okkur, en aldrei fann jeg neina beiskju í því að
hlýða henni. — Guðný átti mikið af bókum, og margt af
því úrválsbækur. En því miður verð jeg að játa það, að
við Anna systir mín vorum heldur trassar nreð bækurnar
hennar, eins og við lásum þær rnikið. — Guðný liafði
mikið yndi af söng, og hafði sjálf fallega söngrödd. Margt
fallegt ljóð og lag kendi hún mjer, og var það eitt sem
mjög fljótt treysti vináttubönd okkar, því hún kunni
ógrynni af hvorutveggja. — Altaf verður mjer minnis-
stæður einn sunnu'dagur sumarið 1913. Hjer hafði verið
mikill gestagangur um daginn. — Við systur vissum að
Guðný hafði fengið stóra og mikla sendingu irorðan af
Jökuldal, með hinni gullfallegu rithönd Björns í Hnefils-
dal utan á, því þaðan kom þessi stóri pakki. — Um kvöldið
var fólkið orðið svo margt, að það komst ekki fyrir í stof-
unni. Var þá farið út og dansað á hlaðinu. — Við systurn-
ar sátum úti á garðsvegg og horfðum á dansinn. Þá var
komið út með þetta undraáhald hennar Guðnýjar minn-
ar, senr hun hafði lengið um daginn. Var þetta gramó-
fónn með fjölmörgum innlendum og erlendum plötum.
Jeg gleyrni ekki, meðan jeg lifi, hve hrifin jeg varð af
öllu, sem jeg lieyrði þetta kvöld. Þarna var spilað og
2*