Hlín - 01.01.1953, Qupperneq 31
Hlín
29
önnur hönd systúr sinnar við inniverkin ásamt ljósmóð-
urstörfunum.
Móðir mín hafði lært af móður sinni að búa til Hóla-
plástur svonefndan, síðar kallaður Tjarnar- eða Þórunnar-
plástur. — Fjekk hún nú systur sinni tilbúning plásturs-
ins, ef ske kynni að lnm gæti haft svolítið upp úr að selja
hann. — Tekjulind var hann víst lítill fyrir hana, því hún
rnátti aldrei heyra nokkurn mann kvarta um lasleika, svo
ekki væri sjálfsagt að gefa plástur. — Sjálf trúði hún að
plásturinn gerði kraftaverk, og jeg held líka að það hafi
verið tilfellið, máske hafa bænir hennar átt einhvern þátt
í því. — Ljósa breytti aldrei skapi, livað sem á gekk, æfin-
lega jafn glöð og ástrík. — Fórnfús var hún svo, að tæpast
er hægt að hugsa sjer það meir. — Jeg minnist þess, þegar
lnin, máske svefnlítil og þreytt, var að koma lieim úr ljós-
móðurferðum sínum, mátti hún ekki vanrækja þann vana
sinn að safna öllum krakkahópnum saman í rökkrinu,
svo fullorðna fólkið hefði næði til að sofna sinn rökkur-
blund. — Ljósa settist þá á gólfið i einhverjum afkima
með hópinn í kringum sig og sagði frumsamdar sögur.
Var þá viðkvæðið hjá tilheyrendum: „Elsku ljósa, láttu
hana fara vel.“ — Ekki varð hún nú æfinlega við þeirri
bón, og brynti þá allur hópurinn músum, og ljet ekki
huggast nema ljósa lofaði að láta næstu sögu fara vel. —
Nærri má geta, að við tilbáðum hana. — Ekki var heldur
amalegt, ætti rnaður bágt með svefn, hvort heldur var að
morgni eða fyrri part nætur, að sjá þá ljós á borðshorninu
hjá ljósu og iiana uppi sitjandi við að prjóna, illeppa eða
sokka, því mörg voru ljósubörnin til að prjóna á.
Ekki get jeg stilt mig um að setja hjer inn í eina skrítlu:
Faðir minn og ljósa voru ósegjanlega miklir vinir. —
Gaman mun faðir minn hafa haft af að stríða lienni, en
hún kunni vel að taka því. — Þegar ljósa hafði tekið á
móti nýjum heimsborgara, var æfinlega viðkvæðið, að
þctta væri fallegasta barnið, senr hún hefði tekið á rnóti. —
Átti pabbi þá til með að segja, að síðustu börnin, sem hún