Hlín - 01.01.1953, Qupperneq 44
42
Hlín
fyrir mjer, og fanst mjer stundum lífið heldur hart, því
þau ár, sem jeg var eigi hjá mömmu, þjáðist jeg mjög af
óyndi. — Einu björtu geislarnir voru brjefin hennar. —
Altaf var svo bjart yíir þeim, að jeg gleymdi öllum skugg-
um í svipinn.
Oft hef jeg hugsað um það, síðan jeg varð fullorðin,
hvernig móðir mín gat aflað sjer svo mikils fróðleiks við
hin erfiðustu skilyrði. — Veit jeg að hennar góða greind
og minni, jafnframt óbilandi vilja til sjálfsmentunar, sem
hún hafði meðan Guð gaf henni heilsu, hefur þar mest
hjálpað. — Hún sagðist mest hafa lært úr íslendingasögun-
um með því að heyra þær lesnar á kvöldvökunum,
mintist hún þá sjerstaklega æsku sinnar á Þverá. — Þar
var ætíð siður, að einn maður las upp hátt á kvöldin. Voru
þá mikið lesnar íslendingasögur, en stundum voru kveðn-
ar rímur, ekki þótti henni það eins skemtilegt. — Mörg
gömul kvæði kunni hún, og iief jeg oft óskað að eiga eitt-
hvað af þeim uppskrifað, því þótt jeg lærði sum þeirra, þá
hef jeg nú tapað úr þeim. — Sjerstaklega man jeg nöfn
þriggja gamalla kvæði. Þau heita: Hlýrahljómur, Tólf-
sona kvæði og Ekkjukvæði, og var jeg mjög hirfin af þeim.
En því miður hef jeg livergi rekist á þau.
Móðir mín var mikil verkkona, þó minnist jeg sjerstak-
lega, hve gaman var að sjá hana raka á sljettlendi, því þá
voru ætíð tvær gusur á lofti í einu. — ]eg man, að jeg
ósakaði oft, þegar jeg var stelpa, að jeg gæti rakað eins og
mamma. En það tókst vístaldrei fyrir mjer. — Móðir mín
var og juikil tóskaparkona, enda vön þeirri vinnu frá
barnæsku. Sat hún við þráðarspuna milfi mála á vetrum.
— A einu heimili, þar sem móðir mín var vinnukona, var
hún látin spinna þriggja lóða verk í spariföt handa syni
hjónannaa og í giftingar-peysuföt handa dóttur þeirra. —
Sagði hún, að það hefði verið yndislegt að fara með svo
vel undirbúna ull. — Voru þær tvær, móðir mín og hús-
móðir hennar, í tvö ár að fullgera þetta. Síðan var vað-
málið sent til Danmerkur, þæft þar og lóskorið. — Móðir