Hlín - 01.01.1953, Síða 68
66
Hlín
hentaði þeim best. — Fjárglöggi kindavinurinn átti best
heima í yfirstöðunni á veturna, við gegningar, og við
lambfjeð á vorin, en „sjóhundurinn" varð helst að fá
tækifæri til að róa, þó ekki væri nerna nokkurn hluta árs-
ins. — Hagleiksmaðurinn dittaði að verkfærum, smíðaði
amboð o. s. frv. Hestamaðurinn liirti hestana, en kven-
holla hlýindakempan sá um líkamlega velferð kúnna. —
Þannig var um þó nokkra verkaskiftingu að ræða á einu
og sama sveitaheimilinu, þótt margir fjölhæfir nrenn hafi
tæpast fengið verkefni við þeirra hæfi þar. — Ilt þótti ef
einhver sýndi lítinn áhuga við störf sín, og var þá oft sagt
í mæðutóni: „Hann er' ósköp ónáttúraður fyrir þetta.“ —
Stundum var það örþrifaráð tekið, ef um unglinga var að
ræða, að þeir voru settir til bóklegra menta, og reyndist
það oft furðu vel. — Þess ber vel að gæta, að gömlu, ís-
lensku sveitastörfin voru á margan hátt eðlilegri og fjöl-
breyttari en starfssvið búðarmannsins eða skrifstofustúlk-
unnar er nú, og því má ekki gleyma, að börnin höfðu að-
lagað sig þessum störfunr með leikjum sínum, þar sem
kjúkur og kjálkar urðu að kúm og kindum, leggir að
hestum, og peningshús voru teist úr smásteinum, torfi og
spýtum. — Þessir leikir, ásamt samverunni við lullorðna
fólkið, juku skilning og áhuga barnanna á störfunum og
voru ólíkt lifrænni en vjelaunnin leikföng borgarbarns-
ins, sem skiftir deginum milli leikja á barnaleikvelli eða
götu og samveru við móður sína, sem verður að finna upp
á einhverjum listum til þess að vera barninu til afþreying-
ar. — Faðirinn er oft að heiman mestallan daginn, svo
barnið hefur lítið af honum að segja, liefur meira að segja
allóljósar liugmyndir um verkahring lians. — Þetta er
ekki sagt til þess að gagnrýna umhverfi borgarbarnsins,
það getur naumast öðruvísi verið.
Við íslendingar erum nú að framkvæma einhverja
stórkostlegustu menningartilraun veraldarsögunnar: Á
hálfri öld höfum við ekki aðeins liorfið frá miðaldavinnu-
brögðum og verkfærum til fullkominnar nútímatækni,