Hlín - 01.01.1953, Síða 153
Hlin
151
læknirinn hefur aðsetur sitt. — Sýslunefnd falið að greiða úr
málinu og einni konu frá hverju fjelagi falið að vinna að því.
Sambandið hefur gengist fyrir 5 námsskeiðum í saumum.
Sjerstaklega var mikil ánægja með námsskeiðið s.l. haust, en þá
var kennari Lovísa Jónsdóttir, Stuðlafossi. — Sýniskensla í
matreiðslu hafði Ólöf Vernharðsdóttir, húsrpæðrakennari, hjá
sambandsheildunum. Var þátttaka mikil og almenn ánægja með
hina fjölhæfu og aðlaðandi kenslukonu.
Nesjadeild gaf 1000 kr. í sundlaugarsjóð og Mýrahreppur
aðrar þúsund krónur.*) — Fundarkonur skoðuðu heimilisiðn-
aðarsýningu, sem Halldóra Bjarnadóttir hafði meðferðis.
Ferðin austur, og kynningin við fólkið og hið fagra hjerað
var með ágætum, að öllu leyti ógleymanleg.
Austur-Skaftfellingar eru svo lánsamir að vera lausir við
fjárpestir og kálmaðk, enda sjer það á: Margt og fallegt fje og
garðyrkja á háu stigi. — H. B.
Kvenfjelagið „Liljan“ í Miklaholtshreppi fjekk í nóvember
stúlku úr Reykjavík: Ólöfu Vernharðsdóttur, sem hjelt stutt
námsskeið í matreiðslu hún var 3 daga. — Prýðileg stúlka í
alla staði. — Guðbranda í Hjarðarfelli bauð fjelaginu frítt hús-
næði hjá sjer fyrir námsskeiðið. — Það var mjög ánægjulegt að
koma þar saman. Þar er alt uppljómað af rafljósum, úti og
inni, og alt hitað við rafmagn. — Svo veitti Guðbranda, dóttir
hennar og tengdadóttir, okkur kaffi alla dagana af mikilli rausn.
— Við komum þarna saman flestallar fjelgskonur suma dagana
yfir 20. — Það voru sannarlega ánægjulegir dagar og upplyft-
ing í skammdeginu. — R.
Af Suðurlandi er skrifað: Við kvenfjelagskonur förum altaf
skemtiferð á hverju ári. Teljum það, fjelagslega skoðað. mjög
nauðsynlegt, auk þess sem þessar sameiginlegu skemtiferðir eru
til verulegrar gleði fyrir konurnar. — Þær kunna svo vel að
skemta sjer, þegar þær eru komnar af stað, þær eru ekki síður
hagsýnar þar en við bústörfin, sem altaf útheimta svo mikla
árvekni.
í vor fórum við í Selvog, Krísuvík, Hellisgerði, Bessastaði og
um Reykjavík og Hellisheiði aftur heim. — Ánægjulegt að sjá
hina sjerstæðu Strandarkirkju og hið fagra minnismerki þar,
ennfremur Hellisgerði. Og svo að vera í hóp heilan dag! — í
fyrra fórum við á Þingvöll og komum að Reykjalundi, og sáum
með eigin augum hið mikla starf, sem þar er unnið.
*) Frjettir frá Höfn í sumar: „Hjer er búin að vera sund-
kensla í vor, þátttaka mikil, bæði af eldri og yngri.“