Hlín - 01.01.1953, Qupperneq 157
Hlín
155
þessa stórmerka fyrirtækis. — Byggingu hælisins miðar vel
áfram í sumar. Tilætlunin er að koma húsinu undir þak í haust,
og tekst það eflaust, svo vel sem á málum er haldið.
Sambandsfjelagið efndi til ágætrar heimilisiðnaðarsýningar í
sambandi við afmælið. — Var samkomuhús staðarins fullskipað
hinum fjölbreyttustu heimaunnum munum, karla og kvenna. —
Eldri og yngri munir. — Engin skólavinna.
Alt bar þetta vott um mikinn dugnað og góð samtök, enda
hlaut Samb. að verðleikum miklar þakkir fyrir afrek sín. — H.
Á 25 ára afmælisfundi Austfirskra kvenna, sem haldinn var á
Hallormsstað haustið 1952, voru 2 konur, sem voru stofnendur
Sambandsins, gerðar að heiðursfjelögum, þær Guðrún Gísla-
dóttir, Seyðisfirði, og Guðríður Guðmundsdóttir, Sleðbrjóts-
seli. — Hafði Guðrúnu setið alla fundi Sambandsins nema einn.
Frá Seyðisfirði er skrifað vorið 1953: Síðan um áramót hafa
verið smíðaðir hjer tveir vefstólar og sá 3. gerður upp úr göml-
um. Þetta hefur Þórður Björnsson gert. Og búnar erum við að
festa upp í og vefa að mestu leyti 9 vefi síðan um áramót.
Svo hefur Kristín Sigfúsdóttir haft hjer saumanámsskeið í
fleiri flokkum með hinni mestu prýði.
Úr brjefi frá kirkjubónda á Suðurlandi: Kirkjan, sem stendur
hjer á hlaðinu, var bygð 1850, og stendur enn traust og virðu-
leg. — Kirkja þessi hefur verið mjer kær nágrannakona, síðan
jeg kom á þennan stað, sem var 1925. Jeg á oft samfundi við
hana, bæði á helgum og rúmhelgum dögum, og í hvert sinn finst
mjer jeg færast nær Guði mínum á þessum helga stað. — G. G.
------------------------------o-------
Kirkjur og bænahús voru upphaflega lítil og lágreist torfhús,
óþiljuð, og með hellu- eða moldargólfi, en oft tjölduð innan, að
minsta kosti að nokkru leyti, þegar guðsþjónusta fór fram.
„Kirkjublaðið“, S. V.
Skáldkona sltrifar veturinn 1952: Oft grípur mig óstöðvandi
þrá að skrifa sögur og að sauma blóm! Jeg hef bara átt einn vet-
ur það góðan, að eftir að jeg var háttuð saumaði jeg í poka, sem
jeg litaði rauðan, dýr, fugla og blóm. — Og svo 1947 fána og er-
indi innanum, sem dóttir mín fjekk, þegar hún varð 25 ára.
Útsölukona „Hlínar“ á Norðurlandi skrifar veturinn 1953:
Systurnar komu allar heim um jólin og fóru norður aftur í
fyrradag. — Það var mjög ánægjulegt, að þær skyldu geta kom-
ið. Án þeirra hefðu jólin orðið okkur tómleg og döpur — Þær
eru allar frískar og hressar, blessaðar stúkurnar okkar. — En
mikill er tómleikinn og kyrðin í húsinu, þegar þær eru farnar.