Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 74
74
foreldra og umfangs fíkniefnaneyslu er ekki til staðar þegar tillit er tekið til þess hvort
skólahverfin séu innan eða utan höfuðborgarsvæðis.
Tafla 3. Hlutfylgni félagsgerðareinkenna við umfang afbrotahegðunar og fíkniefnaneyslu
Tíðni afbrotaatferlis Tíðni fíkniefnaneyslu
Fjölskyldustöðugleiki –0,47** –0,41**
Háskólamenntun foreldra –0,02 0,03
Búsetuóstöðugleiki 0,50** 0,22
atvinnuleysi foreldra 0,40** 0,34**
Félagsleg tengslanet –0,36** –0,38**
Skýring: í töflunni eru hlutfylgnistuðlar birtir þar eftirfarandi þáttum er haldið föstum i) því hvort skóla-
hverfi er innan höfuðborgarsvæðis eða utan þess og ii) hlutfallslegum fjölda stúlkna í skólahverfi.
* p < 0,05; ** p < 0,01; p < 0,10 (Tvíhliðapróf)
í stuttu máli hafa félagsgerðareinkenni skólahverfa umtalsverða fylgni við umfang
frávikshegðunar og er fylgnimynstrið að mestu leyti í samræmi við framangreindar
grenndarkenningar. Eina undantekningin frá þessu er sú að ekki kemur fram neikvæð
fylgni á milli hlutfalls háskólamenntaðra foreldra og umfangs frávikshegðunar eins
og búist var við (þ.e. þegar tillit er tekið til þess hvort skólahverfin eru innan eða utan
höfuðborgarsvæðisins).
Hafa ber í huga að fylgnisamböndin segja þó ekkert um samband hvers félagsgerð-
areinkennis við frávikshegðun að teknu tilliti til annarra félagsgerðareinkenna. Eins
og fram kemur í töflu 2 er umtalsverð fylgni á milli félagsgerðareinkenna; skólahverfi
með lítinn fjölskyldustöðugleika hafa að jafnaði veikari tengslanet, meiri búferlaflutn-
inga og meira atvinnuleysi. af þessum sökum er líklegt að áorkan félagsgerðarein-
kenna á frávikshegðun skarist að einhverju leyti.3
Greining á samhengisáhrifum: Skiptir félagsgerð
grenndarsamfélagsins máli?
Þótt tengsl séu á milli félagsgerðarþátta og frávikshegðunar er ekki þar með sagt
að viðeigandi sé að skoða sambönd þeirra á grenndarstiginu, líkt og gert er hér að
framan. vera má að grenndaráhrifin endurspegli ferli sem eigi sér stað á einstaklings-
stiginu einvörðungu (Kornhauser, 1978, bls. 114). Þannig kann að vera að samband fjöl-
skyldustöðugleika og frávikstíðni endurspegli einfaldlega þá staðreynd að unglingar
sem búi hjá báðum foreldrum sínum sýni að jafnaði minni frávikshegðun en hinir sem
ekki búi hjá báðum foreldrum. Þá ætti einmitt að búast við því að eftir því sem hlut-
fallslegur fjöldi þeirra sem býr hjá báðum foreldrum aukist í skólahverfinu minnki um-
fang frávikshegðunar að jafnaði. Á sama hátt má vera að samband búferlaflutninga
3 Fjölbreytusambönd þessara þátta eru skoðuð nánar í ritgerð sem höfundar hafa í smíðum, en þar
kemur fram að hlutaáhrif félagsgerðarþáttanna eru tölfræðilega marktæk þótt þau séu ívið veikari
en einföldu fylgnisamböndin sem hér eru birt gefa til kynna (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur
Þórlindsson, óbirt handrit).
ÞAÐ ÞARF ÞoRP …