Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Síða 76
76
kenna á frávikshegðun til sambands félagsgerðar og frávikshegðunar á einstaklings-
stiginu.5 Til skýringar sýnir jafna 1a að (óstöðluð) heildaráhrif fjölskyldustöðugleika
skólahverfa á tíðni afbrotahegðunar eru –0,63 (skólahverfi sem hafa meiri fjölskyldu-
stöðugleika hafa minni afbrotatíðni að jafnaði). í jöfnu 1b kemur fram að samheng-
isáhrif fjölskyldustöðugleika eru –0,46 (þ.e. þegar tekið er tillit til einstaklingsáhrifa
fjölskyldustöðugleika). Stór hluti af heildaráhrifum fjölskyldustöðugleika (um 73 pró-
sent; þ.e. –0,46/–0,63 = 0,73) eru því samhengisáhrif. Með öðrum orðum er stór hluti
heildaráhrifa fjölskyldustöðugleika tilkominn vegna samhengisáhrifa, það er vegna
þess að unglingar sem búa í skólahverfum sem hafa mikinn fjölskyldustöðugleika
sýna að jafnaði minni frávikshegðun en aðrir, burtséð frá því hvort þeir sjálfir búa hjá
báðum foreldrum. Svipaðar niðurstöður koma fram þegar fíkniefnaneysla er skoðuð
(jöfnur 2a og 2b).
að sama skapi er aðeins lítill hluti af heildaráhrifum búferlaflutninga tilkominn
vegna þess að unglingar sem flutt hafa í nýtt hverfi eða sveitarfélag undanfarið ár
sýna að jafnaði meiri frávik en hinir sem ekki hafa flutt. Stærsti hluti heildaráhrifanna
endurspeglar samhengisáhrif – unglingar sem búa í skólahverfi þar sem búferlaflutn-
ingar eru hlutfallslega algengir sýna meiri frávikshegðun að jafnaði, að teknu tilliti til
þess hvort þeir hafi sjálfir flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag undanfarið ár (jöfnur 3b og
4b). Þó ber að geta þess að samhengisáhrif búferlaflutninga á fíkniefnaneyslu eru ekki
tölfræðilega marktæk við 95 prósenta öryggismörkin en þau eru marktæk við 90 pró-
senta mörkin. Hafa ber í huga að þar sem skólahverfin eru aðeins 68 talsins þurfa töl-
fræðileg áhrif að vera umtalsverð til þess að vera marktæk við 95% öryggismörkin.
atvinnuleysi foreldra hefur einnig samhengisáhrif á frávikshegðun; unglingar
í skólahverfum þar sem hlutfallslega margir jafnaldrar þeirra eiga foreldra sem eru
atvinnulausir eða hafa verið atvinnulausir nýlega sýna að jafnaði meiri frávikshegð-
un, burtséð frá atvinnuleysi þeirra eigin foreldra (jöfnur 5b og 6b).
Loks hefur þéttni félagslegra tengsla tölfræðilega marktæk samhengisáhrif á fíkni-
efnaneyslu (jafna 8b) en ekki afbrotahegðun (jafna 7b). Unglingar sem tilheyra skóla-
hverfum þar sem félagsleg tengslanet eru þéttari neyta síður fíkniefna, að jafnaði, en
þeir sem tilheyra skólahverfum þar sem tengslanet eru gisnari, burtséð frá því hvort
þeirra eigin foreldrar tilheyri tengslaneti af þessu tagi (þ.e. þekki vini þeirra og/eða
foreldra þeirra).
5 Til skýringar eru heildaráhrif fjölskyldustöðugleika þau áhrif sem fjölskyldustöðugleiki skóla-
hverfa hefur á meðalfrávikshegðun í skólahverfunum, áður en búið er að taka tillit til þeirra áhrifa
sem fjölskyldustöðugleiki einstaklinga hefur á afbrotahegðun þeirra sjálfra (þetta eru áhrifin –0,63
í jöfnu 1a). Samhengisáhrif félagsgerðareinkennis á frávikshegðun eru aftur á móti áhrif fjölskyldu-
stöðugleika á frávikshegðun, þegar áhrifum einstaklingsmælingarinnar hefur verið stjórnað (t.d.
–0,43 í jöfnu 1b). Samhengisáhrif eru mismunurinn á óstöðluðum áhrifastuðlum heildaráhrifa og
einstaklingsáhrifa (Bryk og Raudenbush, 1992:121–123; þ.e. þegar einstaklingsmælingin er „grand-
mean centered“).
ÞAÐ ÞARF ÞoRP …