Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 119
11
balDur gíSlaSon
Framhaldsskólinn, er breytinga þörf?
Ef tölur menntamálaráðuneytisins um fjölda 10. bekkjar nemenda sem innrituðust í
einhvern af framhaldsskólunum fyrir skólaárið 2005–6 eru skoðaðar er ekki hægt að
segja annað en að framhaldsskólinn sé fyrir alla. Þá um vorið innritaði 4.231 nemandi
sig í framhaldsskóla eða 95% þeirra sem luku grunnskólanum. aldrei hafa hlutfalls-
lega jafn margir sótt um skólavist í framhaldsskólum úr einum árgangi (Menntamála-
ráðuneytið, 2005). Samkvæmt tölum Hagstofu íslands var fjöldi dagskólanemenda í
mennta- og fjölbrautaskólum árið 2005 alls 19.654. í menntaskóla voru skráðir 4.525,
í fjölbrautaskóla 13.065 og í sérskóla af ýmsu tagi á framhaldsskólastigi voru skráðir
624.
Mynd 1. Nemendur í framhaldsskólum eftir gerð skóla
Tölur um kynjaskiptingu í hefðbundnu dagskólanámi eru nánast jafnar en árið 2004
eru karlar þó ívið fleiri eða 50,3%. Þegar þessar tölur eru skoðaðar er ekki hægt að
draga aðra ályktun en þá að framhaldsskólinn sé fyrir alla (Hagstofa íslands, 2005).
Eru allir framhaldsskólar fyrir alla?
Þegar námsframboð framhaldsskólanna er skoðað kemur í ljós að það er æði misjafnt
hvað skólarnir bjóða. Eins og við má búast er námsframboð menntaskólanna einsleit-
ara og fábreyttara en fjölbrautaskólanna. Þar eru áherslurnar á hefðbundnu stúdents-
prófsbrautirnar, þ.e. tungumálabraut, félagsfræðabraut og náttúrufræðabraut.
Uppeldi og menntun
1. árgangur 1. hefti, 2006
Menntaskólar
Sérskólar
Fjölbrautaskólar72%
3%
25%