Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 123

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Page 123
123 konar störf og annars konar menntun. atvinnulífið þarf starfsmenntað fólk með nýjar áherslur. Gömlu gildin voru góð en þau þurfa nýtt innihald. Hvað með háskólana? Þar hefur á örfáum árum orðið alger sprenging. Einn háskóli var í landinu árið 1986 en nú eru þeir átta. Háskólarnir eru margbreytilegir og þróast sífellt meir í takt við þarfir þeirra atvinnugreina sem þeir mennta fólk til starfa í og erfitt er að sjá að sami undirbúningur í framhaldsskóla henti þeim öllum. Þrátt fyr- ir breytingar á námskrám í almennum bóklegum greinum á undanförnum árum er grunnhugsunin sú sama og miðast of mikið við þann eina háskóla sem var hér 1986. Þegar námskrár fyrir iðn- og starfsmenntun eru skoðaðar sést að í raun hefur lítið sem ekkert breyst í þeim síðan verknámsskólarnir ruddu sér til rúms upp úr 1975. Á þessu tímabili hafa verið gefnar út nýjar námskrár sem hafa að flestu leyti verið aðlög- un og tilfærslur frekar en nýjungar og framsýni. í starfsmenntun er þörf fyrir nýtt nám bæði á framhalds- og háskólastigi. Nám sem tekur mið af breyttu vinnuumhverfi. Á vef Samtaka iðnaðarins segir: Á íslenskum vinnumarkaði eru nú um 160 þúsund manns og þar af eru 62 þús- und aðeins með grunnmenntun. Með aukinni menntun má efla íslenskt atvinnu- líf og starfsþjálfun af ýmsu tagi er heppileg fyrir ófaglærða. Þannig má fjölga sérhæfðum og vel launuðum störfum (Samtök iðnaðarins, 2006) Einnig segir á vef Samtaka iðnaðarins: Þörf fyrirtækja SI fyrir aukna iðnmenntun og raungreinamenntun á háskólastigi er viðvarandi. Samtök iðnaðarins hafa undanfarin misseri bent á nauðsyn þess að fjölga ungu fólki í verk- og tæknigreinum. Iðnaðurinn hefur verið í viðvar- andi þörf fyrir iðnmenntaða, verkfræðinga og tæknifræðinga. Þessi könnun SI staðfestir að hér er um alvörumál að ræða. Iðnfyrirtæki telja sig þurfa á næstu þremur árum að bæta við 771 nýjum starfsmanni með raungreina-, tækni- og verkfræðimenntun og 2252 starfsmönnum með iðn- og starfsmenntun (Könnun IMG Gallup á þörf iðnaðarins fyrir menntun, 2004). Hvað er­ til r­áða? Framhaldsskólinn ber ennþá keim af gamalli hugsun og gömlum hefðum. Byltingin í menntun sem varð með tilkomu fjölbrautaskólanna og áfangakerfisins þarf að rísa á ný.. Umræðan um hvort stytta eigi framhaldsskólann er ekki sú mikilvægasta. Umræð- an á að snúast um frelsi skólanna til að bjóða það nám sem hentar þeim nemendum sem þangað vilja sækja. Hvort stúdentsprófið er langt eða stutt á að fara eftir því hvert nemandinn ætlar og hvaða kröfur eru gerðar í því námi sem stefnt er að. Okkur þarf að auðnast að opna skólana og gefa þeim frelsi til að laga sig á hverjum tíma að breytt- um aðstæðum, bæði á vinnumarkaði og í framhaldsnámi. Það verður auðveldara með degi hverjum að nálgast námsefni, fyrirlestra og kennslu með sífellt betri tækni. Framtíðarnemandinn mun setja saman nám sitt miðað við það sem hann ætlar sér. „Nemandinn í dag er að undirbúa sig fyrir nýsköpunar- BALDUR G ÍS LASon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.