Morgunn - 01.12.1920, Blaðsíða 26
104
M0R6UNN
lýðinn í villu með röngum kenningum og uppreisnarathæfi.
Sakleysi hans, hreinleikur og gæzka höfðu ekkert mátt
sín gegn öfund, trúarofstæki og fastheldni þjóðarleiðtog-
anna og æsingu fáfróðs fjöldans, og fylgi hins fámenna
lærisveinahóps hafði orðið að engu nýtt gegn ofurefli vald-
hafanna og margsins. Og til þess að kveða alt niður sem
fyrst, hafði hann verið tekinn af lifi með grimmúðugum
og smánarlegum hætti. — En slíkt var nú ekki neitt nýtt
í sögu veraldarinnar. Hversu margir höfðu verið liflátnir
með líkum hætti og hann.
Hinn fárnenni hópur, er um hann hafði safnast, vissi,
að lif hans og boðskapur hafði verið æðri og göfugri en
annara manna, en fjöldinn trúði þvi ekki, heldur miklu
fremur hinu gagnstæða. Þegar hann gaf upp andann úti
á Golgata, virtist aðeins einn nýr smákafli i sögu ósigr-
anna og hrakfara mannkynsins hafa verið skráður á enda.
Og um leið lagðist örvæntingarmyrkrið yfir hinn litla hóp
meistarans, sem ekki þorði að vona né heldur skildi til
fulls fyrirheit fians um upprisu eftir þrjá daga.
En hversu geysileg varð breytingin. Fyrst sannfærð-
ust nokkurar konur, sem að líkindum voru sérstökum hæfi-
leikum búnar, um það: að hann væri lifandi í æðri til-
veru og að jafnvel hinn jarðneski likami hans væri horf-
inn úr gröfinni. Gerum oss sem ljósast, hvernig þetta at-
vikaðist. Fyist sjá þær verur frá æðri heimi, sem til-
kynna þeim, að hann sé uppriainn. Síðan byrja konurnar,
ein eða fleiri, að sjá Jesúin sjálfan. Því næst po9tularnir
margir saman og oftar en einu sinni. Eftir frásögum
Nýja testamentisins komst það svo langt, að eitt sinn sáu
hann fimm hundruð kristnir menn i einu. Út af þeim
sýnum var alt kristniboðið hafið; án þeirra hefði enginn
kristindómur orðið til. En fyrir þær og af því að kristnir
menn hafa þózt hafa reynslu fyrir því, að hinn upprisni
drottinn þeirra væri með þeim á öllum öldum, breiddist
kristnin land úr landi og hefir verið meginstyrkur vest-
rænna þjóða allar þær aldir, sem síðan eru liðnar, þar til