Morgunn - 01.12.1920, Blaðsíða 128
206
MOKGrUNN
(brahmana), sem kraup við glóðarkerið, eins og hann væri
að fórna brennifórn. Eftir nokkra stund varp prestur-
inn sjálfur meira reykelsi á glæðurnar í kerinu; hjallinn
og herbergið fyltust af þéttu skýi, og' þegar það jafnaði
sig, stóð presturinn gamli um tvö fet frá Jacolliot og réttr
honum hönd sína, sem var mögur, heit og kvik.
»Hefir þú áður búið á jörðu hér?«, spurði Jacolliot
hátt.
Jafnskjótt kom í ljós á brjósti aridans með eldlegum
stöfum orðið Am (já). en hvarf þegar aftur.
»Viltu láta mér eitthvað eftir til merkis um komu
þína?«, spurðí Jacolliot.
Andinn reif í sundur belti sitt, sem fléttað var úr
þremur baðmullarþráðum rétti Jac. það, og hjaðnaði sið-
an og hvarf fyrir framan fætur hans.
Jac. hélt, að nú væri »sýningin« búin, en fakírinn
sat grafkyr. Alt. í einu heyrðist undarlegt lag, leikið á
hljóðfæri, sem gat ekki verið annað en harmoníka furst-
ans, en hana hafði furstinn þó látið sækja til Jacolliots
fyrir nokkrutn dögum. Hljóðið var fyrst eins og i fjarska,
en nálgaðist og virtist brátt koma innan ur svefnherberg-
inu, og út úr því sveif, leikandi á harmoníkuna, svipur
musteris-hljóðfæraleikara meðlram vegg hjallans, hvarf
síðan og lét þar eftir hljóðfærið, sem var í raun og veru
harmoníka furstans, þótt lokað væri öllum aðgöngum1).
Nú stóð Covindasamy upp, rennvotur af svita og mjög
þreyttur. Eftir nokkrar klukkustundir átti hann að leggja
af stað heim til sín.
»Þakka þér iyrir, Malahar-maður*, sagði Jacolliot,
»eg óska, að sá, sem sameinar í sér hið þrefalda, vaid,
verndi för þína til suðurlandsins, og að friður og gæfa
hafi búið í kofa þínum, á meðan að þú varst í burtu«.
‘) Um óskiljanlegan flntning á jarðneskum hlutum (jafnvel gegn-
um heilt, að þvl er virðist) i náviet vestrænna miðla, sjá t. d. Barrett:
On the Threshold of the Unseen, hls. 82, 87, 88.