Morgunn - 01.12.1920, Blaðsíða 79
M0B6UNK
157
an að líta ekki af manninuru við borðið. En þegar eg
sagði þetta, fór hann að hieyfast. Eg sá, að hann leið
ofurhægt meðfram borðinu og fram eftir góllinu aftur á
bak, því að aldrei leit hann af mér, og að siðustu sá cg
hann leysast sundur eins og þoku
Meðan þetta gerðist, liaföi maðuriun rninn vaknað. En
það var auðvitað ekki til neins, því að alt var horfið,
þegar hann var vaki aður að fullu, svo að hann sá ekki
neitt. En reyndar varð þetta til þess, að nú fór hann að
trúa því, að þetta væri ekki alt hugarburður.
Eftir þetta för eg að hugsa með meiri meðaumkun
um þessa veru. Mér fanst eg finua, að maðurinn ætti
bágt, og án þess að eg het'ði þá nokkuð lesið um slíkt,
datt mér í hug, að þa.ð eina, sem eg gæti gjört fyrir
hann, væri að biðja fyrir honum. Sú hugsun varð svo
sterk, að mér fanst eg verða að gjöra það.
Eg bað því fyrir aumingja þessum dag eftir dag lang-
an tíma. Og eftir það fór umgangurinn að smáminka og
síðast um vorið varð eg þessa alls ekki vör.
I tóttarbrotinu.
Sumarið 1917 um Jónsmessuleytið fór eg ásamt þrem-
ur stúlkum í »útilegutúr« upp í Grindavíkur-hraun. Við
bjuggum okkur út ferðamannlega og ætluðum að liggja
úti og hlökkuðum afskaplega til. Síðari hluta dags kom-
um við upp að hrauninu. Við hraunjaðarinn er stór tjörn,
sem kölluð er Seltjörn ; lágar, grasivaxnar brekkur liggja
að vatninu beggja megin. Nú fórum við að svipast um
eftir verustað. Okkur leizt vel á að vera sem næst vatn-
inu og fórum að búa um okkur. En þá varð okkur litið
upp eftir brekkunni, og sáum þá grasivaxið tóttarbrot dá-
lítið innar og ofar. Við sáum, að þarna mundi betri bú-
staður og fluttum okkur því þangað. Þetta sáum við að
mundi vera leifar af seli, sem þama hafði einhverntíma
verið. Þarna þótti okkur ágætt að vera; það fór Ijóm-
andi vel um okkur, og veðrið var yndislega gott. Þegar