Morgunn - 01.12.1920, Blaðsíða 61
IORGUNN
139
Ep bið ykkur að fyrirgefa það, að eg hefi engan fyrir-
lestur að bjóða — ekkert samanofið efni, eins og þið eruð
vön við á fundum þessa félags, engar röksemdir eða álykt-
anir. Eg veit ekki, hvort ykkur finst það svara kostnaði
að sitja hér og hlusta á mig. En þó að eg viti, að hver
maður verður að ábyrgjast sig sjálfur, þá verð eg að
varpa ábyrðinni að nokkuru leyti á forsetann okkar. Hann
hefir haldið því fram við mig, að ein hliðin á sálarrann-
sókna8tarfinu sé sú að halda til haga dularfullri reynslu
manna, þó að hún sé þess eðlis, að hún verði ekki sönnuð.
Eg ætla ekki að draga neinar ályktanir út af því,
sem mig langar til að segja ykkur. Mig brestur lærdóm
til þess. Eg geri jafnvel ráð fyrir, að menn, sem mér
eru óendanlega fróðari, kunui að geta greintá um, hvern-
ig það eigi að skilja, sem fyrir mig hefii1 borið — þó að
þeir telji ekki, að eg fari vissvitandi með ósatt mál.
Eg ætla ekkert að segja um þessar dulskynjanir mín-
ar annað en það, að það er ásetningur minn að segja ná-
kvæmlega rétt frá — segja ekkert atinað en það, sem eg
veit fyrir samvizku minni, að mér hefir fundist eg verða
vör við á þeim augnablikum, sem eg ætla nú að segja
ykkur frá.
Alt það, sem eg ætla að segja ykkur, heíir komið
sjálfkrafa (ekki við neinar tilraunir), að nndantekinni einni
sögunrti. Eg hugsa mér að flokka það, svo að ykkur
veitist léttara að átta ykkur A því; en sú flokkaskifting
er mjög af handahófi, því að ekki er sjálfsagt, í hvern
flokk sumum sögunum eigi að skipa.
Það fyrsta, sem eg hefi frá að segja, á ekki heima í
neinum flokki, af því að það er alveg sérstaks eðlis.
Loftkenda slœðan.
Frá því er eg fyrst man eftir mér, sá eg altaf eitt-
hvað umhverfis fólk, líkast loftkendri slæðu, með ýmsum
litum; mór sýndist þetta vera utan um allan likamann,