Morgunn - 01.12.1920, Blaðsíða 33
MORGUUN
11T
6álu hennar, og hún gekk út úr kirkjunni með þann fasta
ásetning að byrja nýtt líf, — líf, sem yrði einhverjum
öðrum til blessunar. Og það tókst. Um 20 ár var hún
síðan hjúkrunarkona og yfir sjúkurn og deyjandi hefir
hún 8éð mest af þeira sýnum, er hún segir fra í bókinni.
Þetta er eitt dæmi þess, hvað páskaboðskapur nútíð-
arinnar hefir að flytja oss. í augum sumra er slíkt vafa-
laust sem hégómaþvaður, eins og frásögur kvennanna hinn
fyrsta páskadag. En er það ekki slíkur Kristur, sem
kristnir menn hafa trúað á öldum saman? Þráir manns-
hjartað ekki einmitt slíkan Krist? Það, sem gerir slíka
frásögu ótrúlega í augum vor margra, er það, að vér
höfum vanið oss á að gera ilest í trúarbrögðunum að
þokukendum óveruleik. Svona hugmynd um Krist er
flestum of veruleg. Og þó er þetta ekki nema bein stað-
festing á fyrirheiti hans: »og sjá, eg er með yður alla
daga«.
Hugsum oss, að kristnar þjóðir færu af alvöru að
trúa á 8líkan lifandi frelsara, enn nálægan oss, stundum
sýnilegan. Er hugsanlegt annað en það myndi valda
mikilli breytingu hjá mörgum? Menn skilja ekki þann
Krist, er á að hafa dáið blóðfórnardauða, til þess að
blíðka reiði guða. Slíkar hugmyndir koma ekki heim við
kenning hans sjálfs í Nýja testamentinu. En segið þeim
frá þeim Kristi, er eftir 19 alda dvöl í guðs dýrðarheimi
er enn svo með kristni sinni, að hann kemur til hryggs
unglingsins, sem í örvænting út af hörmum sínum ætlar
að ráða sér bana, til þess að frelsa hann og hugga; þeim
Kristi, er eun slæst i för með kvíðnum og áhyggjufullum,
en einlægum lærisveinum sínum, sem i veikleika sínum
þrá það lieitast að reka hans erindi og gera lians vilja;
fullvissið þá um, að hann lifi og starfi og aragrúi miljóna
af gæzkurikum verum sé sístarfandi i þjónustu lians,
hjálparþurfandi mönnum til blessunar, bæði í þessum
heimi og hinum ósýnilega — og hjarta þeirra tekur að
þrá að heyra honum til. Eg geri þá játning, að megi