Morgunn - 01.12.1920, Blaðsíða 58
136
MORGUNN
göngu haft fyrir augum. Þó að við það aé kannast — og
því fer fjarri, að allir kannist við það — að þessar hug-
sjónir kunni að vera heillavænlegastar fyrir heildina, þá
er mjög örðugt að færa sannfærandi rök að því, að þær
séu að sjálfsögðu æfinlega heillavænlegastar einstakling-
unum í þessu lifi. Og vér verðum að taka mennina eins
og þeir eru, á því þroskastigi sem vér þekkjum þá. Úr
því verður ekkert annað en fánýtt hjal eða fálin út í loft-
ið að gera ráð fyrir, að allur þorri manna meti meira hag
annara manna, alveg óskyldra og óþektra, ef til vill langt
frammi í ókomna tímanum, en sinn eiginn hag — eða að
þeir aðhyllist hið góða, eingöngu af því að það er gott,
án allrar hliðsjónar á því, hvort þeir hafi nokkurn tíma
nokkurn hag af því. Þeir menn eru til, sem svo er farið.
Það eru að líkindum sönnustu gæfumenn þessarar verald-
ar. Það má vel vera, að mannkynið geti alt náð þeim
þroska einhvern tíma hér á jörðunni, og það er sjálfsagt
að halda þessari hugsjón að mönnunum. En svo iangt er
mannkynið í heild sinni eklci kortiið. Mennirnir hugsa
fyrst og fremst um sína velgengni og þeirra, sem þeir
unna — um tímanlega velgengni, ef þeir hugsa ekki lengra.
Og þeirn dylst það ekki, að oft er þeim það áreiðanleg-
asti vegurinn tii timanlegrar velgengni, að þeir beiti nógu
miklu ranglæti, nógu miklum ósannindum, nógu mikilli
harðneskju — í einu orði nógu mikilli ósvífni. Menn hafa
jafnvel þózt sjá það, að þetta sé heilum þjóðum happa-
sælast. Af því sýpur mannkynið nokkuð ramt seyði um
þessar mundir.
Eg get ekki verið í neinum vafa um það, að nú væri
annan veg umhorfs í heiminum, ef útsýnið hefði verið
stærra, náð út yfir þennan heim — ef það hefði verið
óbil'anleg vissa livers manns, að eftir nokkur ár ætti hann
að fara inn í annan heim, og að í þeim heimi sé mjög
mikið af þvi, sem hér er eftirsózt, einskisvert, og öll vond
meðöl voði. Þetta er auðvitað ekkert annað en það, sem
kristindómurinn hefir altaf verið að segja. Það liggur við„