Morgunn - 01.06.1934, Qupperneq 18
12
MOKGUNN
hér hefir verið haldið fram, að engin s k y n d i 1 e g
breyting yrði, þótt ódauðleikatrúin þurkaðist út. Menn
lifa lengi á eftir á því, sem trúin er þegar búin að festa
í huga kynslóðanna.
En nú skulum vér samt sem áður reyna að gera oss
í hugarlund, hvað við mundi taka, ef svo langt væri
komið, að ódauðleikatrúin væri með öllu þurkuð út og
menn væru smám saman að mynda sér nýjar siðferðis-
skoðanir á þessum nýja grundvelli. Siðferðishugmyndir,
sem reistar væru á þeirri afdráttarlausu sannfæringu,
að tilveran kastaði frá sér því, sem hún hefir dýrmætast
framleitt og við fáum komið auga á — persónuleika
mannsins —, og fyrir þá sök fari það, sem verðmætast
er, forgörðum, svo að segja jafn óðum og það verður
til. Hvaða áhrif mundi þessi skoðun hafa á lyndiseinkunn
manna, væri henni trúað af öllum?
Ýmsir ágætir og göfugir nútímamenn halda því
fram, að þetta hefði svo að segja engin siðferðileg
áhrif, til góðs eða ills, því að það væri eðli hins góða,
dygðanna, að launa fyrir sig sjálft. Hið góða í mann-
lífinu er ekki háð þeirri hugsun, að spyrja um, hvaða
laun það fái. Dygðin þarf ekki að trúa á ódauðleika til
þess að gera það, sem rétt er. Hún þarf ekki að líta eft-
ir neinum launum. Hún hefir sjálf laun sín í sér falin,
og þarf ekki að biðja um neinar bætur, eins og t. d*
framhald lífsins, til þess að fara eftir eðli sínu.
Þetta eru stórlega mikilsverðar hugsanir og skoð-
anir. Menn hafa alt of mikið af þessari lágfleygu hugs-
un, að það góða sé einskis virði, nema fyrir það fáist
full ytri laun, þessa heims eða annars. Sérstaklega er
þetta oft algengt í alþýðlegum skáldsögum og kvik-
myndum. Ef til vill er það ljósast í kvikmyndunum. Vér
sjáum söguhetjuna, t. d. fagra og góða unga stúlku,
lenda í allskonar mannraunum. Hún heldur gæðum sín-
um og fagra hugarfari, hvað sem fyrir kemur. Hið illa
situr um hana og vill gera henni mein, en hún stendur