Morgunn - 01.06.1934, Síða 27
MORGUNN
21
sambornu systra, og það sú eldri og þrautreyndari, köll-
uð „Þrándur í götu“ hinnar? Eg held, að það sé af því,
að nokkur ónærgætni, misskilningur og ólag hafi að ó-
þörfu átt sér stað, og eigi sér enn stað, á milli þeirra.
Spíritisminn hefir oft og víða ekki getað sett sig inn
í, eða skilið, góða og gilda ástæðu kirkjunnar til hæg-
færni, gætni og varúðar, þar sem hún hefir þó vitanlega
fyrir sér skýlaus varnaðarorð sjálfs Krists og áminningu
til gætni gagnvart nýjum kennendum og kenningum,
jafnvel þótt tengdar séu við hans eigið nafn; og ekki
heldur tekið nægilegt tillit til þess, að trúaðri kirkju eru
fyrstu og dýrðlegustu fyrirbrigðin, ásamt allri síðari trú-
arreynslu, fullnægjandi til trúar, og að þess vegna hefir
hún líka alveg eðlilega verið seinlátari og tregari til
frekari tilrauna eða sérlegrar trúar á þær.
En kirkjan eða réttara sagt mörgum kirkjunnar
mönnum hefir líka orðið það á, að vera ónærgætnir við
þá meðbræður, sem í alvöru og einlægni og af trúarþörf
og þrá hafa leitað sér lækingar við sárum sjúkdómi efa-
semda og vantrúar í andlegum og eilífum efnum með
rannsóknum á sviði sálarlífs og anda; og þá ekki sízt
það, að hugsa og halda fram, að öll þau fyrirbrigði, sem
hafa gerst og gerast frá hulduheimum, séu ýmist ein-
tóm blekking eða þá aðeins af eða frá hinu vonda. Þetta
er auðvitað og auðfinnanlega mjög ónærgætnislegt, ó-
varlegt og sárt fyrir alla einlæga leitendur sannleika og
trúar, og er illa farið.
Víst er um það, að nauðsynlegt er og skylt, að krist-
in kirkja og kristið fólk yfirleitt fari hér hægt og var-
lega eins og í öðrum efnum, og hlaupi ekki blint eftir
hverju sem vera skal. En vér höfum þó postullegt boð
um það, að „reyna og prófa alla hluti“, og þar á meðal
að „prófa andana“, og halda því sem gott er, en hafna
hinu. Þess vegna er það líka rétt og skylt, að einnig kirkj-
an sé með í þessum í’annsóknum, enda gerir það nú einn-