Morgunn - 01.06.1934, Qupperneq 42
36
MORGUNN
trú mín á veruleika þess risi ekki undir því. Miklum efa
og ótta þyrmdi yfir mig, og mér var tekið að líða mjög
illa, þegar andlit með óafmáanlegum svip ástúðar og
velvildar birtist mér eitt augnablik, og við það jafn-
aði eg mig samstundis.
Alt í einu sá eg nokkuð álengdar þrjú stór björg á
veginum. Eg staðnæmdist við þessa sýn, og furðaði mig
á, hvers vegna svona ágætur vegur skyldi teptur á þenn-
an hátt. En meðan eg var að hugsa um, hvað eg ætti að
gera, var mikið og dökt ský, sem eg áætlaði um fer-
hyrningsekru að stærð, komið uppi yfir höfði mér. Það
fyltist skyndilega af lifandi eldskeytum, sem þeyttust
fram og aftur um skýið. Eldurinn sloknaði ekki í ský-
inu, því að eg sá þau hreyfast í því eins og maður sér
fiska í djúpu vatni.
Skýið varð íhvolft að neðan, eins og stórt tjald, og
tók að snúast eins og um öxul, sem gengi upp í gegnum
það mitt. Er það hafði snúist þrisvar sinnum, var eg var
við einhverja nærveru, sem eg gat ekki greint, en vissi
að var að ganga inn í skýið að sunnan verðu. Mér fanst
ekki þessi nærvera hafa form eða lögun, heldur fylti
það skýið eins og magnmiklir vitsmunir. Hann er ekki
eins og eg, hugsaði eg með sjálfum mér: Eg fylli út
lítið rúm með minni mynd, og þegar eg hreyfi mig, verð-
ur þetta rúm autt, en hann getur fylt ómælanleikann að
vilja sínum, alveg eins og hann fyllir þetta ský. Og nú
skutust tungur af dökkri gufu út frá hægri og vinstri úr
skýinu og hvíldu léttilega beggja megin við höfuðið á
mér, og um leið og þær snertu mig, vöknuðu annarlegar
hugsanir í heila mínum.
Þetta eru hans hugsanir, hugsaði eg, en ekki mín-
ar; þær gætu verið á grísku eða hebresku án þess, að
eg fengi neitt við það ráðið. En eg er ávarpaður Ijúflega
á mínu eigin móðurmáli, svo eg megi skilja alt, er
hann vill.
En þótt málið væri enska, þá fer því svo frábær-
A