Morgunn - 01.06.1934, Page 57
M 0 R G U N N
51
lega ekki heldur að fá allan þennan fisk, því í morguri
kl. 4 var eg lagður á stað með fiskinn til Akraness.
Stýrimaður var á brúnni, en eg var lagstur til svefns í
rúmi mínu. En rétt í því að eg er að festa svefn, heyri eg,
að sagt er við eyra mér: „Farðu með fiskinn til hansÓlafs
Ketilssonar". Kennedy sagðist hafa þotið upp í rúminu
og skimað um herbergið, en ekkert séð, og ekkert heyrt
nieira, og því haldið, að þetta hefði verið misheyrn. En
ekki sagðist hann hafa fyr verið lagstur á koddann aftur,
en að sagt er með hárri, bjóðandi alvöruþrunginni rödd:
„Farðu með fiskinn til hans Ólafs Ketilssonar — hann á
fiskinn“. Kennedy sagðist hafa þotið sem elding upp úr
rúminu, og upp á brú í nærklæðum einum, hrundið stýri-
manni frá stýrishjólinu og hringsnúið skipinu, sem þá
var komið upp undir Akranes.
En 27 skpd. af þurrum fiski fékk eg í minn part af
aflanum, og er það áreiðanlega bezt borguð bæjarleið,
sem eg og konan mín höfum farið!
Hringurinn.
í Kotvogs-ættinni hefir öld eftir öld verið, og er
enn þá, steinhringur (signetshringur) með svörtum
steini, sem grafið er á af hinni mestu list það, sem hér
fer á eftir: Tvær stengur með flöggum á, en milli stang-
anna er grafið Kr., en sitt hvoru megin við stengurnar
er grafið G. 1 miðjum steininum er grafið eins og keðju-
hrúga (trúarsamband), en neðst á steininum er maður,
sem heldur á eins og regnhlíf yfir höfði sér, en sem á
ftiiðöldunum mun hafa verið kallað ,,lukkutjald“.
Sú saga fylgir hring þessum, að páfinn hafi sent
Jóni biskupi Arasyni hringinn, sem þakklætisvott fyrir
fastheldni hans við hina kaþólsku trú, og getur það
satt verið, þó að eg hafi engar sannanir fyrir því.
Hinsvegar er það áreiðanlegt, að hringurinn má
ekki og hefir heldur aldrei gengið úr beinum karllegg
— aldrei frá föður til dóttur, eða dóttursonar, eða frá
4*