Morgunn - 01.06.1934, Síða 90
84
MORGUNN
haldslífi sínu. Og um leið og eg flyt þeim innilegar þakk-
ir fyrir fengið leyfi til að segja frá þessum sannana-
atriðum, vil eg taka það fram, að eg er ekki einn um það.
Síðan eg flutti hið fyrra umgetna erindi mitt, hafa nokkr-
ir komið á fund minn og tjáð mér það, að sannanirnar,
sem þeir hefðu komið með fyrir framhaldslífi sínu, er
eg gerði að umtalsefni í fyrra erindi mínu, hafa flutt
fyrstu vonargeislana um bygð á bak við heljarstrauma
inn í líf sitt, orðið þeim leiðarmerki og vegsöguviti til
nýs og dásamlegri skilnings á tilverunni og óþrotlegum
kærleika hans, er mælti: ,,Eg lifi og þér munuð lifa“.
Þessa hafa þeir beðið mig að geta um leið og eg flytti
hlutaðeigendum innilegar þakkir fyrir að hafa gefið
þeim hlutdeild í fögnuði sínum.
Eg hefi í erindi mínu lagt aðaláherzluna á það,
að segja frá sannanaatriðunum, er þeir, er eg hefi nú
nefnt, hafa dregið fram, svo að því leyti má segja, að
erindi mitt sé einhliða. Eg gæti líka haldið miklu lengur
áfram, ef eg færi að gera nokkura verulega tilraun til
að gera ykkur ljóst, þó ekki væri nema að litlu leyti, þau
persónulegu áhrif, sem eg hefi fundið jafnhliða því, sem
eg hefi verið að taka á móti sönnunum fyrir nærveru
undanfarinna vina minna. Eg hygg, að fleiri muni geta
sagt eitthvað þessu líkt. Eg hygg, að hver og einn, sem
kemur á sambandsfund, sem kemur þangað með einlæga
þrá og hleypidómalausan hug í leitinni eftir ljósi og
sannleika, fari sjaldnast svo af góðum fundi, að hann
finni sig ekki snortinn af eitthvað líkri kend og eitt af
skáldum vorum túllcar svo fagurlega í eftirfarandi ljóð-
línum:
,,Og kring um þá ilmar og andar
eilífðarinnar blær“.
Og með andblæ eilífðarinnar kemur nýr og fylliú
skilningur á lífinu og tilverunni, aukinn þróttur og styrk-
ur handa göngulúnum vegfarendum jarðlífsins, og þeim,
er reynt hafa, séð og heyrt, blandast ekki eitt augnablik