Morgunn - 01.06.1934, Síða 126
120
M 0 11 G U N N
skýrt svo vel fyrir mönnum frá almennu sjónarmiði, að
M o r g n i þykir ekki ástæða til þess að fjölyrða um
það. Á hitt er ef til vill ástæða til að benda, að þeir menn,
sem reynslu hafa af sambandi við framliðna menn, kjósa
miklu fremur líkbrenslu en jarðarfarir. Svo er því að
minsta kosti farið á Englandi. Sjálfsagt er svo um mik-
inn fjölda framliðinna manna, sennilega allan þorrann,
að þeir hirða ekkert um leiði sitt, síðasta legstað líkam-
ans. Raymond réð föður sínum, Sir Oliver Lodge, frá því
að vera að hafa fyrir því að koma að leiði sínu í Frakk-
landi. „Eg hefi aldrei verið í neinni gröf“, sagði hann.
Þar var hann alls ekki að hitta. Ganga má að því vísu,
að svo sé um meginþorrann, og að þeim standi alveg á
sama, hvað gert er við andvana líkama sinn. En að hinu
leytinu er allmikil ástæða til að ætla, að fyrir suma fram-
liðna menn hafi gröfin eitthvert aðdráttarafl, sem ekki
er með öllu heilbrigðs eðlis né fýsilegt. Þeim virðist hent-
ugast að líkaminn leysist sundur sem allra fyrst. Við-
leitni margra manna til þess að halda leiðunum sem veg-
legustum er auðvitað fögur og ber vitni um ræktarsemi
þeirra við hina framliðnu ástvini. En nokkuð vafasamt
er það, hvort framliðnu mönnunum er í raun og veru
gerður greiði með því. Mjög líklegt er, að ræktarsemin
og kærleikurinn ættu heldur að koma fram 1 öðrum
myndum, ætti fremur að vera bundin við heimilin, sem
hinir framliðnu menn hafa unnað, og einkum koma fram
í því að gera þeim kost á að ná sambandi við ástvini sína
hér á jörðunni. Engum, sem kunnugir eru slíku sam-
bandi, hefir getað dulist, hvern fögnuð það vekur hjá
hinum burtfluttu vinum vorum. Á þennan veg líta spíri-
tistar yfirleitt á þetta mál. Hitt er annað mál, að þeir
vara við því að láta líkbrenslu fara fram mjög stuttu
eftir andlátið. Þeir vara líka við því að flýta mjög jarð-
arförum. Hér á landi er naumast hætt við slíku. Það er
þjóðarsiður með oss, að lík standi lengur uppi en títt
er í heitari löndum. Og sá siður er vafalaust góður.