Morgunn - 01.12.1940, Page 3
MORGUNN
129
Sir Oliver Lodge
andaðist að heimili sínu, Normanton House, Wiltshire, í
Englandi, þ. 22. ág. sl. og var þá fullra 89 ára að aldri.
Með Sir Oliver er horfinn af jarðneska sjónarsviðinu
sá maðurinn, sem sennilega hefir unnið spíritismanum
mest gagn allra manna. Bar þar einkum til vísindaleg
heimsfrægð hans, sem e. t. v. hefir verið glæsilegri en
flest-allra núlifandi manna.
Sannanirnar fyrir framhaldslífinu hafa fram til þessa
átt örðugt með að ná viðurkenning vísindamannanna,
þótt nokkrir þeir fremstu í þeirra hópi hafi rannsakað
og sannfærzt, en þegar Sir Oliver Lodge lýsti yfir því
úr sjálfu formannssæti Konungl. Brezka Vísindafélags-
ins og úr rektorsstóli Birminghamháskóla, að það væri
vísindalega sannað, að líf mannsins væri ekki markað
við hina líkamlegu jarðvist, urðu menn að hlusta, því að
það var annað en auðvelt að skjóta sér undan að taka
mark á, hvað annar eins maður sagði.
Umvafinn virðing vísindaheimsins og ástúð miljón-
anna hlaut hann rólegt andlát, eins og hann hafði lengi
haft hugboð um, að hann mundi fá.
Hans verður nánara getið í næsta hefti Morguns.
9