Morgunn - 01.12.1940, Page 18
144
MOEGUNN
kröfuharðastur um, að framliðnir menn sönnuðu sig, ef
þeir vildu gera kröfu til að verða teknir trúanlegir.
Hann bað oss vini sína um, að taka ekki mark á því,
þegar hann væri fallinn frá, þótt ýmsar raddir heyrðust:
,,hann kom hér — hann kom hér“, nema órækar sannanir
fyigdu fyrir því, að það væri raunverulega hann.
Ég vil eindregið minna menn á, að láta í þessu að hans
eigin óskum og krefjast sannananna, ekkert annað getur
gefið oss leyfi til að fullyrða, að það sé hann, sem vér
tölum við.
Vegna þess, að vér höfum fengið merkileg sönnunar-
gögn fyrir því, að E. H. K. hafi getað notað miðilshæfi-
leika Hafsteins Björnssonar, birti ég hér þrjár frásagnir,
sem hr. E. L. hefur skrásett, ekki vegna þess að þær út af
fyrir sig hafi sönnunargildi, heldur vegna þess að mörg-
um mun hugðnæmt að lesa þær:
Litli drengurinn, sem átti svo bágt.
Sýn Hafsteins.
Haustið 1939, var ég sem oftar staddur á heimili fru
G. Kvaran. Við sátum inni í skrifstofunni og vorum að
tala um dulræn efni á víð og dreif, og svo barst talið að
eiginmanni hennar, Einari H. Kvaran. Bar þá fyrir mig
sýn sú, sem ég mun seint gleyma.
„Ég sá að Einar H. Kvaran var kominn til fundar við
konu sína, en mér þótti einkennilegt, að í fylgd með hon-
um var'lítill drengur, sem ætla mátti að væri svo til ný-
kominn yfir landamærin, og var mér gefið í skyn, að
hann hefði látizt af slysförum. Einar H. Kvaran sagði
mérjeinnig, að þessi drengur hefði flutzt snögglega yfir
landamærin, og sökum þess hefði ekki verið um neinn við-
búnað að ræða til að taka á móti honum, oglfyrst eftir
umskiftin hefði hann veriðnæstum óviðráðanlegur,heimt-
að mömmu og pabba, /en enginn hefði þá verið viðstadd-
ur, sem fær hefði verið um að fullnægja þörfum hans.
Mér var nú sagt, að aðstoðar Einars H. Kvarans hefði þá