Morgunn


Morgunn - 01.12.1940, Page 19

Morgunn - 01.12.1940, Page 19
M O R G UNN 145 :verið leitað, og hann beðinn að reyna til að hugga litla drenginn, og honum tókst það vonum fyrr. Um leið og ég heyrði þetta sagt, sá ég þá báða inni í einhverju húsi, en svo var að sjá, sem litla drengnum félli ekki að vera þar. Einar H. Kvaran fór nú með honum út í yndisfagr- an garð. Hann bar hann í faðmi sínum og fór að vekja athygli hans á fegurð blómanna og umhverfisins, sem var yndislegra en orð fá lýst. í einu horni garðsins var ofurlítið hús og inn í það sá ég þá fara. Þar var tekið á móti þeim, af tveim hvítklæddum verum, sem ég þekkti ekki. Einar ísettist nú á bekk, sem var fram með einum veggnum í húsinu. Óumræðilegur friður hvíldi yfir öllu, og var sem hann streymdi frá hvítklæddu verunni og Einari H. Kvaran til litla drengsins. En ekki virtist þetta geta fullnægt þörf- um hans. Ég sá, að hann hélt af stað með hann með sér, en ekki var mér unnt að fylgjast með ferðalagi þeirra. Von bráðara sá ég þá þó aftur í nýju umhverfi, sem var yndislega fagurt og friðsælt. Lítill lækur rann þar niður eftir blómum og skógi vaxinni hlíð, kvakandi fuglar hoppuðu grein af grein og lítil börn voru að leikjum hér og þar. Ég sá nú og heyrði, að Einar H. Kvaran var að út- skýra þetta fyrir litla drengnum, og heyrði hann spyrja hann að því, hvort honum ifyndist ekki gaman að mega leika sér með þessum yndislegu börnum. Um leið og hann sagði þetta, kom lítil hvítklædd stúlka til litla drengsins með stórt blóm í hendinni, sem hún rétti honum. Hann tók brosandi við því, ogijafnframt tók hann í framrétta hönd telpunnar, og sá ég að þau leiddust áleiðis til hvít- klæddrar kvenveru. En um leið ;og drengurinn sá þessa veru, breiddi hann út faðminn og hrópaði fagnandi: -,Mamma“. Þá hugsaði ég með mér: „Nú er búið að út- vega honum fóstru, sem hefur tekið að sér að gegna hlutverki móðurinnar". Svo hvarf þessi sýn mér. En ég gleymi aldrei svipnum á Einari H. Kvaran, þegar hon- 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.