Morgunn - 01.12.1940, Síða 21
MORGUNN
147
fögrum skrúðgarði; en ofarlega í honum, upp undir fag-
urri brekku, sé ég hús. Það virðist ekki vera sérstaklega
stórt að sjá, en heim að húsinu liggja forkunnar fögur
súlnagöng. Mér finnst, að ég sé að ganga upp eftir veg~
inum, milli súlnaraðanna, og nú er ég kominn inn í eins
konar kapellu. Á ég að reyna til að lýsa henni?“ Því var
auðvitað svarað játandi. Hann hélt því næst áfram að
segja frá því, er hann sá.
„Hún virðist ekki vera sérstaklega stór. Þegar komið
er inn í hana blasir við fagurt altari. Það er blómum
skreytt og loga á því mörg ljós. Hvílíkur friður! Ég sé
Einar H. Kvaran fyrir framan þetta altari. Ég sé, að til
hans koma margir, sem leita friðar í sál sína og biðja
um styrk, og með honum sé ég marga aðra, sem langt
virðast vera komnir í andlegum þroska, sem eru í sam-
vinnu við hann. Fyrir ofan altarið í kapellu þessari má
sjá nokkrar táknrænar myndir, yndisfagrar, og slíkar
myndir má sjá á víð og dreif um veggi kapellu þessarar,
ásamt yndisfögrum blómum, sem eru hér og þar.
Nú sé ég að hann fer út úr kapellunni og ég fylgist
með honum að öðrum dyrum á þessu húsi, og nú 'er ég
kominn inn í ofurlítið en forkunnar fagurt herbergi. Ég
vildi að þið gætuð skynjað þennan dásamlega frið, sem
umvefur allt. Verðið þið ekki vör við hann? Ég trúi eklci
öðru?“ Jú, viðstaddir fundu greinilega til þess, helgi-
kenndar þess yndislega friðar, sem ekki verður lýst með
orðum, en þeir einir geta skilið, sem á helgum stundum
hafa fengið að sitja við fögru dyr eilífðarinnar og lauga
sál sína í geislabliki hennar.
„Þarna inni situr hann, þegar hann er að hugsa um
viðfangsefni þau, sem honum eru hjartfólgnust og voru
honum það, þegar hann var hér. Á borðinu hjá honum
sé ég mynd af þér“, sagði Hafsteinn við konu hans, og
hann horfir á hana. Umhverfið þarna er svo yndislegt
og dásamlegt, en ég finn engin orð til að lýsa því; ég get
aðeins notið þess. Fyrir ofan húsið, uppi í brekkunni og