Morgunn - 01.12.1940, Side 22
148
MORGUNN
umhverfis húsið eru ljómandi fögur blómabeð, alsett
skínandi fögrum skrautblómum, og í einu horni garðsins
er lítil silfurtær lind“. „Þetta eru heimkynni hans, þarna
dvelur hann, og þangað flytur þú til hans, þegar þú ferð
héðan“, sagði Hafsteinn við frú Kvaran.
Þegar Hafsteinn hafði lokið að segja okkur frá því,
sem hann sá að þessu sinni í sambandi við Einar H.
Kvaran, flutti hann mér kveðju frá honum. En hinn látni
góðvinur minn lét ekki nægja að senda mér kveðjuna
eina. Hann minnti mig á tvö atriði frá samveru okkar,
sem hvort fyrir sig felur í sér ágætar sannanir, en þau
eru þess eðlis, eins og ég hef þegar gert frú Kvaran grein
fyrir, að ekki er unnt að segja frá þeim hér.
Jón Auðuns.
Sálmur.
Um heiminn fer hinn hreini blær
frá himins dýrðarströnd,
og söngur ómar silfurskær,
er syngur frelsuð önd:
Nú brúast dökkleit heljar höf,
og höfug þerrast tár, —
hvar drottnið þið nú, dimma gröf
og dauðans broddur sár?
Vér frá oss leggjum sorgarsveig
og sækjum gleðirós;
það dvínar ei við dauðans teyg,
vort djarfa sigurhrós.
Til þjáðra sálna' á sorgar-nöf
vor söngur ómar hár:
Hvar drottnið'þið nú, dimma gröf
og dauðans broddur sár?