Morgunn - 01.12.1940, Page 23
MORGUNN
149
Nú horfa augu ódauðleg
á okkar gleði’ í dag,
og sálir, horfnar heljar veg,
nú hefja kærleiks-brag
um yfirunnin húmsins höf
og himneskt morguns-ár:
Hvar drottnið þið nú, dimma gröf
og dauðans broddur sár?
Þið sælu andar, syngjum vér,
þið sjáist enn á ný!
Um frið á jörð frá himna her
þá hljómar raust við ský:
Guðs friður lýsi lífsins gjöf
og ljómi’ um allra brár!
Hvar drottnið þið nú, dimma gröf
og dauðans broddur sár?
Jakob Jóh. Smári
þýddi lauslega úr ensku.
Palladía.
Vaka framliðnir vinir yfir oss?
Mér er minnisstætt samtal, er ég átti einu sinni við
óþekkta rödd, er mælti af munni miðils, sem virtist vera
í djúpu trans-ástandi. Það var kona, sem talaði, og hún
flutti fagurt mál um kærleiksþjónustuna hinu megin
tjaldsins, sem að skildi mig og hana.
Þá minntist ég þess, að skömmu áður hafði einn vina
minna haldið því fram við mig, að sjálfsagt mundi rík
hugsun um hina framliðnu og sterk ósk um hjálp þeirra