Morgunn - 01.12.1940, Qupperneq 26
152
MORGUNN
málaráðuneytisins og áttum að dvelja þarna um skeið.
Ég hafði látið flytja lítið píanó í íbúð okkar og fór
strax að leika á það kl. 8 um kvöldið. Þetta var í við-
hafnarstofunni, sem var upplýst af lampa, er hékk á
veggnum. Næst við hana var vinnustofa mín og þar
logaði einnig á lampa. Ég man vel, að ég var í sérlega
góðu skapi og Potolof starfsbróðir minn var við vinnu
sína í hinum enda íbúðarinnar. Allar dyrnar í íbúðinni
stóðust á og voru opnar, en þær voru þrjár, svo að það-
an, sem Potolof sat, gat hann hæglega séð inn í herberg-
ið, þar sem ég var.að leika á hljóðfærið, og áfram inn
í vinnustofu mína. Þá varð mér skyndilega litið inn um
dyrnar í vinnustofu mína og samstundis sá ég Palladíu
standa í miðjum dyrunum. Hún horfði nokkuð til hliðar
í áttina til mín og leit til mín þögul. Hún var klædd
sama dökka kjólnum, sem hún var í, þegar hún andað-
ist í návist minni, Hægri hönd hennar hékk niður með
síðunni. Greinilega sá ég axlir hennar og efri hluta lík-
amans, en ég minnist ekki þess, að hafa tekið eftir pilsi
hennar eða fótum, en það er e. t. v. vegna þess, að ég
horfði beint inn í andlit hennar. Svo greinilega sá ég
hana, að í augnablikinu mundi ég ekki, að hún var dáin.
Ég sá hana algerlega í björtu, hún stóð ekki í skugga.
Fyrsta tilfinning mín var, sem kaldur hrollur færi niður
eftir baki mínu. Ég varð eins og steini lostinn og gat ekki
náð andanum, en það var ekki af hræðsiu eða hugaræs-
ing, heldur af einhverri annari orsök. Ég get aðeins líkt
þessu ástandi mínu við það, er maður horfir af háum
kletti niður í ægilegt hyldýpi og getur einhvern veginn
ekki horft til baka. Þetta „eitthvað" dró mig með ómót-
stæðilegu afli. Ég get ekki sagt hversu lengi Palladía
stóð þarna fyrir framan mig, en síðan sneri hún sér til
hægri og hvarf á bak við dyrnar í vinnustofu minni. Ég
hentist á eftir henni, en nam staðar við dyrnar, því að
þá fyrst mundi ég, að hún var dáin og ég var hræddur
við að sjá hana aftur. Nú kom starfsbróðir minn að mér