Morgunn - 01.12.1940, Side 34
j 6C
M O R G U N N
um orðsendingum til jarðneskra manna og gera þannig
grein fyrir orsökinni að ferðalagi sínu um jarðneskra \
manna bústaði; en þó mun það hámark reimleikafyrir-
brigðanna vera næsta óalgengt.
Hverja grein getum vér nú gert oss fyrir reimleikun-
um? Er hér raunverulega um sjálfar sálir framliðinna
að ræða, eða eitthvað allt annað?
í| mikilli og mjög merkri þýzkri bók eftir stórlærðan
mann, dr. Emil Mattiesen, er gefin var út fyrir röskum
þrem árum, er all-mikið mál um reimleikana og skoð-
anir ýmsra helztu sárlarrannsóknamanna á þeim. Enn
eru rannsóknir á þessu dularfulla viðfangsefni naumast
lengra komnar en svo, að um skoðanir og meira eða
minna óvissar tilgátur er að ræða, — en þá tilgátuna,
sem mér þykir að sumu leyti hvað athyglisverðust lang-
ar mig að reyna að gera yður skiljanlega.
Heimspekingurinn frægi, dr. Carl du Prel, varð
fyrstur til að berjast gegn þeim frumstæða skilningi á
afturgöngunni, að hún væri blátt áfram framliðinn
maður, heill og óskiftur.
Hann tók eftir því, hversu nauðalíkt er oft allt fram-
ferði afturgöngunnar framferði og háttum dáleidds
manns. Eins og dáleiddur maður er algerlega á valdi
einnar ákveðinnar hugsunar og starfar að henni eða
fyrir hana eingöngu, án þess að skeyta því vitund, sem
aðrir hafast að umhverfis hann, svo virðist afturgang-
an einnig vera algerlega á valdi einnar hugsunar, sem
hún þjónar án þess að [skeyta nokkru öðru því, sem
fram fer í kringum hana.
Vér skulum taka einfalt dæmi:
Maður hefur verið dáleiddur hér í næsta húsi og hon-
um skipað að fara hingað inn og sækja blaðið, sem ég
les af hér á borðinu. Hann mun koma hljóðlega inn um
dyrnar, skeyta engu, sem við hann kynni að verða sagt,
en ganga eins og í draumi rakleiðis inn að borðinu, taka
blaðið og ganga aftur út jafn skeytingarlaus um yður