Morgunn


Morgunn - 01.12.1940, Side 46

Morgunn - 01.12.1940, Side 46
3 72 MORGUNN eða þá sára lítils. Ég mundi þá ekki hirða að vera í þessu félagi eða kæra mig um að koma hér á fundi. Ef hann væri ekki þekkingarvissa og fulkomið svar við spurn- ingunni gömlu, hvort maðurinn lifnar aftur, — ef hann gjörði ekki annað en koma með lítils háttar fleiri líkur fyrir því í viðbót við þær, sem áður voru til. Og það vitum vér og játum, sem teljum oss kristna, að án hans voru þær líkur áður til sterkar, en þö ekki nógu sterkar til að útrýma efanum. Ef spíritisminn væri ekki annað en þessar viðbótarlíkur og ekki þekking, vissa sem nem- ur burt allan efa, þá stæðum vér, þá stæði mannkynið í sömu sporum, allur þorrinn með efasemdirnar í eftir- dragi og þá munduð þér víst taka undir með mér, að lítið væri að græða á því að koma á fundi hér eða annar- staðar í sálarrannsóknafélögunum. Það er stundum komizt svo að orði um spíritismann, að hann sé stefna eða hreyfing, að tala um andatrúar- stefnu eða hreyfing. Það getur ef til vill verið skaðlaust, og sjálfsagt hefur hann komið mikilli hi’eyfing á hugi þúsunda og látið trúlausa menn taka aðra stefnu. En þó hefur það ætíð snert mig óþægilega, að hafa þessi orð. Með því er eins og gefið í skyn, að spíritisminn sé að stefna eða hreyfast í áttina til nýrrar þekkingar, án þess að hafa náð endimarki, þar sem það einmitt er eðlisein- kenni hverrar nýrrar þekkingar, að hún hefur náð endi- marki sínu. Annars væri hún ekki annað en líkur eða getgáta, engin þekking. Þar með er ekki sagt, að komið sé að endanum á öllum afleiðingum, sem af þekkingunni kann að leiða. Það á líka við um spíritismann. Vér vænt- um, að það sem af honum á eftir að leiða verði óendan- lega mikið og blessunarríkt fyrir allt mannkyn, þó að sjálf þekking hans um framhaldslíf hafi náð endimarki sínu, sé fullkomin vissa. Til samanburðar og skýringar á þessu vil ég benda á, að engum dettur t. d. í hug að segja, að hafin hafi verið ný stefna eða hreyfing, þegar Kopernikus og Galilei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.