Morgunn


Morgunn - 01.12.1940, Side 64

Morgunn - 01.12.1940, Side 64
190 MORGUNN líjust skýring, en hana gat Home vitanlega ekki gefið. Frænkan kunni skýringuna sjálf. Hún snéri sér frá fóst- ursyni sínum með botnlausri fyrirlitningu og hrópaði yfirkomin af geðshræring: „Jæja, svo þú hefir djöful- inn í þér! hefirðu það svo sem ekki? og þú hefir flutt hann með þér inn í mitt hús!“ Frænkan boðaði nú alla prestana þrjá í bænum á fund sinn, til þess að þeir rækju djöfulinn út af Daníel. Þegar þeir tóku að ákalla Guð um að sýna mönnunum miskunn, byrjuou höggin að heyrast allt í kringum þá, eins og þau væru að taka undir bænir þeirra. „Þetta var raunverulega úrslitastundin í lífi mínu — skrifaði Mr. Home löngu síðar — og ég hefi aldrei haft ástæðu til að iðrast þeirrar ákvörðunar, sem ég tók þarna, að gefa mig algerlega Guði á vald og fylgja leiðsögninni frá þessu afli, þótt ég hafi hins vegar um margra ára skeið borið þungar þjáningar vegna þess að ég stóð við þá ákvörðun". Eftir ákaflega ómannúðlega meðferð var Mr. Home nú rekinn úr húsi frænku sinnar; en hann erfði aldrei mót- gerðir við neinn, hann fyrirgaf henni blindni hennar og minntist að eins góðsemi hennar frá fyrri árum. Sjálf- sagt hefir hún unnað honum á sína vísu, því að árið ] 876, þegar Ameríkublöðin birtu ranga fregn um að hann væri dáinn, fékk það svo mjög á hana, gamla og hruma, að hún dó blátt áfram af því. Hún bjó þá í húsi, sem hann hafði keypt og gefið henni, eftir að hún var orðin fátæk og einstæðingur. Vinur hans einn bauð honum að koma til sín og nú hófust ferðalög hans, sem stóðu svo lengi sem hann lifði á jörðunni. Fólk fór að sækjast eftir að fá tilraunafundi hjá honum og margir buðu honum borgun fyrir. En nú kom í ljós eitt af því marga, sem fagurt var í fari hans: Hann fann að gáfa hans var of heilög gjöf, til þess að hann mætti selja hana fyrir peninga og þá reglu braut
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.