Morgunn - 01.12.1940, Side 64
190
MORGUNN
líjust skýring, en hana gat Home vitanlega ekki gefið.
Frænkan kunni skýringuna sjálf. Hún snéri sér frá fóst-
ursyni sínum með botnlausri fyrirlitningu og hrópaði
yfirkomin af geðshræring: „Jæja, svo þú hefir djöful-
inn í þér! hefirðu það svo sem ekki? og þú hefir flutt
hann með þér inn í mitt hús!“
Frænkan boðaði nú alla prestana þrjá í bænum á
fund sinn, til þess að þeir rækju djöfulinn út af Daníel.
Þegar þeir tóku að ákalla Guð um að sýna mönnunum
miskunn, byrjuou höggin að heyrast allt í kringum þá,
eins og þau væru að taka undir bænir þeirra. „Þetta var
raunverulega úrslitastundin í lífi mínu — skrifaði Mr.
Home löngu síðar — og ég hefi aldrei haft ástæðu til
að iðrast þeirrar ákvörðunar, sem ég tók þarna, að gefa
mig algerlega Guði á vald og fylgja leiðsögninni frá
þessu afli, þótt ég hafi hins vegar um margra ára skeið
borið þungar þjáningar vegna þess að ég stóð við þá
ákvörðun".
Eftir ákaflega ómannúðlega meðferð var Mr. Home nú
rekinn úr húsi frænku sinnar; en hann erfði aldrei mót-
gerðir við neinn, hann fyrirgaf henni blindni hennar og
minntist að eins góðsemi hennar frá fyrri árum. Sjálf-
sagt hefir hún unnað honum á sína vísu, því að árið ] 876,
þegar Ameríkublöðin birtu ranga fregn um að hann væri
dáinn, fékk það svo mjög á hana, gamla og hruma, að
hún dó blátt áfram af því. Hún bjó þá í húsi, sem hann
hafði keypt og gefið henni, eftir að hún var orðin fátæk
og einstæðingur.
Vinur hans einn bauð honum að koma til sín og nú
hófust ferðalög hans, sem stóðu svo lengi sem hann lifði
á jörðunni. Fólk fór að sækjast eftir að fá tilraunafundi
hjá honum og margir buðu honum borgun fyrir. En nú
kom í ljós eitt af því marga, sem fagurt var í fari hans:
Hann fann að gáfa hans var of heilög gjöf, til þess að
hann mætti selja hana fyrir peninga og þá reglu braut